9.9.5. gr .Hönnun með náttúrulegu brunaferli

Aftur í: 9.9. KAFLI. Burðarvirki við bruna

Við hönnun burðarvirkja með náttúrulegu brunaferli skal taka tillit til allra aðstæðna í viðkomandi rými .
Reikna skal með brunaferli og brunaálagi í samræmi við töflu 9.12 .
Tafla 9.12 Brunaferli .

Áhætta vegna öryggis fólks Brunaferli
Mjög takmörkuð 0
Lítil 30 mínútur
Meðal Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 80% hlutfallsmark
Mikil Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 90% hlutfallsmark
Mjög mikil Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 95% hlutfallsmark

Ef hægt er að sýna fram á að bruni nái ekki yfirtendrun má hanna samkvæmt forsendum staðbundins bruna.
Heimilt er að lækka álagsforsendur vegna brunaálags um 40% ef sjálfvirkt slökkvikerfi er í rýminu sbr . 9.4.6. gr. [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.