9.9.4. gr .Brunamótstaða svala

Aftur í: 9.9. KAFLI. Burðarvirki við bruna

Meginreglur: Svalir í flóttaleið skulu geta þjónað hlutverki sínu í þann tíma sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi fólks og björgunaraðila. Taka skal tillit til bruna innan og utan byggingar, sem getur haft áhrif á brunamótstöðu svalanna .
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um brunamótstöðu svala:
1. Svalir sem þjóna aðeins einu brunahólfi í allt að fjögurra hæða byggingum mega hafa burðarvirki sem ekki er R60, ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
a. Svalirnar eru festar við R60 burðarhluta úr A2-s1,d0 efni .
b. Burðarhlutar svala eru úr A2-s1,d0 efni og burðargeta hverra einstakra svala, óháð öðrum svölum .
c. Handrið og gólf er léttbyggt. Klæðning neðan á gólfið skal vera í B-s1,d0 .
2. Svalir á íbúðum á 2. hæð í notkunarflokki 3 mega vera úr efni D-s2,d0. Klæðning neðan á svalagólfið skal að jafnaði vera K220 B-s1,d0 .
3. Í öllum öðrum tilvikum en greinir í 1.-2. tölul. skulu svalir bygginga hafa sömu brunamótstöðu og hæðarskil þeirrar hæðar sem svalirnar þjóna .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.