Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks
Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um byggingarefni í veggi, loft og fastar innréttingar:
1. Kröfur til yfirborðsflokkunar byggingarefna skulu taka mið af þeirri hættu sem þau geta skapað vegna reykmyndunar og útbreiðslu elds .
2. Byggingarefni skulu hafa þá brunaeiginleika að erfitt sé að kveikja í þeim, þau breiði hægt út eld og myndi takmarkaðan hita og reyk við bruna. Þau skulu ekki formbreytast við takmarkaðan bruna, falla niður eða á annan hátt auka hættu fyrir fólk eða dýr .
3. Í flóttaleiðum bygginga skulu byggingarefni aðeins hafa mjög takmörkuð áhrif á brunahættu .
4. Vegg- og loftfletir ofan við niðurhengd loft skulu vera skv. kröfum sem gilda fyrir viðkomandi rými .
Allir brunahólfandi veggir skulu ná upp í gegnum slík loft að yfirliggjandi hæðaskilum eða þaki .
5. Byggingarefni sem ekki nær að uppfylla kröfur til flokks D-s2,d0 má ekki nota óvarið í byggingar og skal það varið með klæðningu í flokki 1 .
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um byggingarefni í veggi, loft og fastar innréttingar:
1. Loft- og veggklæðningar innanhúss skulu vera í flokki 1, K210 B-s1,d0. Nota má klæðningu í flokki 2 í allt að tveggja hæða húsum í notkunarflokki 3. Veggklæðningar mega jafnframt vera í flokki 2 í mannvirkjum í notkunarflokki 1, minni en 200 m², og í sölum, minni en 100 m², í mannvirkjum í notkunarflokki 2 .
2. Bílgeymslur við íbúðarhús í notkunarflokki 3 skulu vera með loft- og veggklæðningum í flokki 1 .
3. Niðurhengd loft og upphengikerfi skulu vera úr efnum sem uppfylla kröfu um B-s1,d0 .
4. Hljóðeinangrunarbúnaður sem hengdur er neðan á loft skal vera úr efnum sem uppfylla kröfu um Bs1, d0 .
5. Sé hætta á að hitastig byggingarefna fari yfir 80°C skal að lágmarki nota efni í flokki A2-s1,d0 .
6. Óheimilt er að nota sem fasta loft- eða veggskreytingu byggingarefni sem ekki uppfylla kröfu um D-s2,d0 .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.