9.6.12. gr .Brunahólfun stærri bygginga

Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks

Meginreglur: Stærri byggingar skulu hólfaðar niður í brunahólf til að tryggja flóttaleiðir og koma í veg fyrir útbreiðslu elds. Hámarksstærð brunahólfa ræðst af brunaálagi og brunavörnum byggingar og möguleika slökkviliðs til björgunar og slökkvistarfa.
Viðmiðunarreglur: Hámarksstærð meginbrunahólfa skal ekki vera meiri en er tilgreint í töflu 9.07. Stærð bygginga í töflunni tekur til samanlagðs flatarmáls allra hæða sem eru í brunahólfinu.
Tafla 9.07 Hámarksstærð meginbrunahólfa í byggingum.

Varnir Hámarksstærð eftir brunaálagi  
< 800 MJ/m² > 800 MJ/m²
Reyklosun og sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi 2.000 m² 1.000 m²
Reyklosun, sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi og sjálfvirkt vatnsúðakerfi 10.000 m² 5.000 m²
Brunahönnun og áhættugreining Ekkert hámark Ekkert hámark

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.