Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um brunahólfun í notkunarflokki 1:
1. Stærð brunahólfa í skrifstofuhúsnæði má ekki vera meiri en 500 m² sé hús meira en ein hæð, en 1.000 m² í einnar hæðar húsi. Sé sett upp sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi má tvöfalda hámarksstærðir rýma .
2. Kjallara í mannvirkjum í notkunarflokki 1 skal aðskilja frá efri hæðum með REI 60 byggingarhlutum og [EI 60-CS200]3) hurðum .
3. Í mannvirkjum sem eru fjórar hæðir eða lægri í notkunarflokki 1, öðrum en skólum, er heimilt að hafa dyr beint úr stigahúsi 1 inn í skrifstofur. Hurðir skulu vera [EI2 30-CS200]3) en [EI2 60-CS200]3) að kjallara og þakrými .
4. Bílgeymslur skulu vera sjálfstæð brunahólf EI 90. Tengsl milli bílgeymslu og [flóttaleiða]4) skal vera um brunastúku. Hurð bílgeymslumegin skal vera [EI2 60-CS200]3), A2-s1,d0 en [EI2 30-CS200]3) að öðru brunahólfi .
5. Ganga má í lyftu úr bílgeymslu ef hurð á lyftuhúsi er EI2 60-CS200]3) og EI2 30-CS200]3) á öðrum hæðum .
Annars skal aðgengi að lyftu úr bílgeymslunni vera um brunastúku .
6. Bílgeymsla með gólf undir yfirborði jarðar, en loft við eða yfir yfirborði jarðar, sem ekki er búin sjálfvirku [vatnsúðakerfi]2), sbr. töflu 9.03, skal búin reyklosun samkvæmt öðrum hvorum eftirtalinna stafliða ef gólfflötur er stærri en 600 m² en 2.000 m² sé gólf ofanjarðar, en gólf má telja ofanjarðar ef a.m.k .
tvær hliðar eða hálft ummálið (á neðstu hæð) er alveg upp úr jörð:
a. Í lofti eða uppi við loft skulu vera op út undir bert loft, samanlagt a.m.k. 5% af gólffleti, til reyklosunar. Opin skulu dreifast jafnt og ekki má vera hægt að loka þeim. Enginn staður í bílgeymslunni má vera fjær opi en 12 m, mælt lárétt frá opi .
b. Komið skal fyrir sjálfvirkum reyklosunarbúnaði, vélrænum eða sjálfdragandi. Afköst kerfisins skal reikna út frá viðurkenndum forsendum um stærð og þróun bruna. Vélrænan búnað skal vera hægt að gangsetja handvirkt á aðgengilegum stað fyrir slökkvilið .
7. Byggingar fyrir dýr skulu vera sérstakt brunahólf EI 60 með EI2 30-CS hurð að öðrum rýmum. Sé brunahólf stærra en 200 m² skal það aðskilið frá hlöðu, vélageymslu og verkstæði með eldvarnarvegg REI 120-M. Hurð skal vera EI2 60-C. Í súgþurrkunarklefa má aðeins vera blásari og það sem honum fylgir. Loftstokk frá blásara í hlöðu skal vera hægt að loka með hlera E 60 þannig að hægt sé að fyrirbyggja að eldur í hlöðunni fái loft frá honum. Þar sem tækjabúnaði, s.s. sjálfvirkum mjaltatækjum og gjafabúnaði, er komið fyrir í byggingum fyrir dýr án brunahólfunar skal gera sérstaklega grein fyrir brunavörnum vegna þeirra .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 33. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 40. gr.
4) Rgl. nr. 977/2020 44. gr.
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.