9.6.20. gr .Sérákvæði um brunavarnir í notkunarflokki 3

Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks

Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um brunahólfun í notkunarflokki 3:
1. Hurð á milli íbúðar og bílskúrs skal vera [EI2 60-CS200]2). Heimilt er að slík hurð sé EI2 30-CS200]2) ef dyrnar opnast inn í millirými, svo sem geymslu, þvottahús eða anddyri sem hefur hurð að íbúð.
2. Í byggingum sem eru fjórar hæðir er heimilt að hafa dyr beint úr stigahúsi 1 inn í íbúðir. Hurðir skulu vera [EI2 30-CS200]2) en [EI2 60-CS200]2) að kjallara og þakrými .
3. Brunahólfun milli íbúða og að sameign skal vera EI 90 en EI 60 að stigahúsi. Hæðarskil skulu vera a.m.k. REI 90.
4. Sambyggðum fjölbýlishúsum skal skipta með eldvarnarveggjum REI 120–M þannig að ekki sé stærra botnflatarmál á milli slíkra veggja en 600 m². Þetta gildir óháð annarri brunahólfun .
5. Veggir að og hæðarskil yfir bílskúr eða bílskýli í sérbýlishúsum skulu vera a.m.k. REI 60.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 40. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.