9.6.21. gr .Sérákvæði um brunavarnir í notkunarflokki 4

Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks

Viðmiðunarreglur:Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um brunahólfun í notkunarflokki 4:
1. Brunahólfun milli gistiherbergja, innbyrðis og að sameiginlegum rýmum, skal vera EI 60 með hurðum [EI2 30-CS200]2), nema þar sem 10 manns eða færri gista .
2. Hvert gistiherbergi eða gistirými, með tilheyrandi forstofu og snyrtiherbergi, skal mynda sjálfstætt brunahólf EI 60 með[EI2 30-CS200]2) hurð fram á gang. Ef innangengt er úr gistirými í eitt eða fleiri nærliggjandi herbergi, sem hafa dyr út á gang, skulu þau hvert um sig mynda brunahólf. Hurð á milli slíkra herbergja skal vera [EI2 30-CS200]2) .
3. Ekki mega vera dyr á milli gistiherbergis eða gistirýmis og stigahúss í byggingum .
4. Eldhús, búr og tilheyrandi geymslur gististaða skulu mynda sjálfstætt brunahólf .
5. Svefndeild í byggingum skal vera sjálfstætt brunahólf EI 90. Með svefndeild er átt við eitt eða fleiri gistiherbergi með tilheyrandi göngum eða öðrum rýmum, þar með talin svefnherbergi starfsfólks .
6. Hvert EI 90 brunahólf skal ekki vera stærra en 1.000 m² í einnar hæðar byggingum og 600 m² í hærri byggingum .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 40. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.