9.6.25. gr .Háhýsi

Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks

Meginreglur:Brunavarnir háhýsa skulu taka mið af aukinni hættu vegna hæðar m.t.t. öryggis fólks og björgunaraðila.
Viðmiðunarreglur:[
1. Háhýsi teljast hús hærri en átta hæðir eða yfir 23 m há, mælt frá meðalhæð jarðvegs umhverfis húsið.
2. Í háhýsum skal vera stigahús af gerð 3. Í slíkum húsum skal hver notkunar­eining hafa aðgang að stigahúsinu um opna eða yfirþrýsta brunastúku.
3. Í háhýsum skal vera sjálfvirkt vatnsúðakerfi.]3)
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 33. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 45. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.