9.6.26. gr .Gluggar í útveggjum

Aftur í: 9.6. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds og reyks

Meginreglur: Gluggar í útveggjum bygginga skulu gerðir þannig að ekki sé hætta á að eldur eða reykur geti breiðst út milli brunahólfa hvorki lóðrétt né lárétt. Glugga sem eru með eldþolnu gleri vegna brunahólfunar má einungis vera hægt að opna með sérstökum verkfærum og þá má ekki nota til loftræsingar .
Viðmiðunarreglur: Fyrir EI 60 brunahólfun og þar sem brunaálag er < 780 MJ/m² skal miða við tölugildi í töflu 9.08 en fyrir önnur tilfelli skal sýna með útreikningum að brunahólfun sé ekki skert. Um glugga í innhornum undir minna en 60° horni gilda sömu reglur og fyrir glugga sem eru á samsíða veggjum .
Tafla 9.08 Fjarlægð milli glugga í útveggjum þar sem brunahólfun er EI 60 .

Innbyrðis afstaðaBil á milli glugga Brunakrafa
Gluggar í samsíða veggjum > 3,0 m og < 6,0 m
> 6,0
Annar glugginn E 30 eða báðir E 15
Engin krafa
Gluggar í 90° innhornum < 2,0 m
> 2,0 m
Annar glugginn E 30 eða báðir E 15
Engin krafa
Gluggar hvor fyrir ofan annan í hæð < 1,2 m
> 1,2 m
E 30
Engin krafa
Gluggar í veggjum undir minnst 180°horni < 0,6 m Annar glugginn E 30 eða báðir E 15
Fyrir önnur gildi á innbyrðis afstöðu skal miða við línulega breytingu .

[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.