3.4.5. gr . Flokkun framkvæmda vegna starfsheimilda skoðunarmanna

Aftur í: 3.4. KAFLI . Skoðunarmenn

Heimildir skoðunarmanna til starfa takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda á þann hátt sem hér segir:
1. Mannvirki allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð.
2. Vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og önnur orkuver, olíuhreinsunarstöðvar og vatnsstíflur sem falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
3. Öll önnur mannvirki en þau sem falla undir 1. og 2. tölul. þessarar greinar.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.