3.4. KAFLI . Skoðunarmenn

Aftur í: 3. HLUTI FAGGILDING, EFTIRLIT OG ÚTTEKTIR

3.4.1. gr .Menntunar- og starfsreynslukröfur skoðunarmanna

Skoðunarmenn byggingarfulltrúa, Mannvirkjastofnunar eða skoðunarstofa skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Skoðunarmaður I: Iðnmeistarar með löggildingu Mannvirkjastofnunar og a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem Mannvirkjastofnun viðurkennir. Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem Mannvirkjastofnun viðurkennir .
b. Skoðunarmaður II: Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með löggildingu Mannvirkjastofnunar sem hönnuðir aðal- eða séruppdrátta og a.m.k. [eins árs]1) reynslu sem löggiltir hönnuðir af störfum við byggingarframkvæmdir, hönnun mannvirkja, byggingareftirlit eða verkstjórn við byggingarframkvæmdir .
c. Skoðunarmaður III: Verkfræðingar og tæknifræðingar með löggildingu Mannvirkjastofnunar á sviði viðkomandi mannvirkjagerðar og að lágmarki [fimm]1) ára starfsreynslu sem löggiltir hönnuðir af verkog byggingarstjórn við mannvirkjagerð, byggingareftirlit eða hönnun .
1) Rgl. nr. 1278/2018, 10. gr.

3.4.2. gr .Starfsheimild skoðunarmanns I

Skoðunarmanni I er heimilt að sinna úttektum með mannvirkjum sem falla undir 1. tölul. 3.4.5. gr .

3.4.3. gr .Starfsheimild skoðunarmanns II

Skoðunarmanni II er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna mannvirkja sem falla undir 1. og 3. tölul. 3.4.5. gr .

3.4.4. gr .Starfsheimild skoðunarmanns III

Skoðunarmanni III er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna allra þeirra mannvirkja sem falla undir 3.4.5. gr .

3.4.5. gr . Flokkun framkvæmda vegna starfsheimilda skoðunarmanna

Heimildir skoðunarmanna til starfa takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda á þann hátt sem hér segir:
1. Mannvirki allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð.
2. Vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og önnur orkuver, olíuhreinsunarstöðvar og vatnsstíflur sem falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
3. Öll önnur mannvirki en þau sem falla undir 1. og 2. tölul. þessarar greinar.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018 og í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018.