3.4.1. gr .Menntunar- og starfsreynslukröfur skoðunarmanna

Aftur í: 3.4. KAFLI . Skoðunarmenn

Skoðunarmenn byggingarfulltrúa, [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) eða skoðunarstofa skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Skoðunarmaður I: Iðnmeistarar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) og a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) viðurkennir. Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) viðurkennir .
b. Skoðunarmaður II: Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) sem hönnuðir aðal- eða séruppdrátta og a.m.k. [eins árs]1) reynslu sem löggiltir hönnuðir af störfum við byggingarframkvæmdir, hönnun mannvirkja, byggingareftirlit eða verkstjórn við byggingarframkvæmdir .
c. Skoðunarmaður III: Verkfræðingar og tæknifræðingar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) á sviði viðkomandi mannvirkjagerðar og að lágmarki [fimm]1) ára starfsreynslu sem löggiltir hönnuðir af verkog byggingarstjórn við mannvirkjagerð, byggingareftirlit eða hönnun .
1) Rgl. nr. 1278/2018, 10. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.