3. HLUTI FAGGILDING, EFTIRLIT OG ÚTTEKTIR

Aftur í: Efnisyfirlit

3.1. KAFLI Aðgangur að mannvirki, gögn á byggingarstað og umsagnir

3.1.1. gr .Aðgangur að mannvirki

Starfsmönnum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1), byggingarfulltrúa og starfsmönnum hans og fulltrúum slökkviliðs, svo og starfsmönnum skoðunarstofa sem falið hefur verið eftirlit, sbr. 3.3. kafla, skal heimill frjáls aðgangur að lóðum og mannvirkjum til eftirlits með byggingarframkvæmdum .
Liggi rökstuddur grunur fyrir um að fullbyggðu mannvirki sé verulega áfátt með tilliti til ákvæða laga og reglugerða um byggingarmál skal eftirlitsaðila heimill aðgangur þar til eftirlits. Án samþykkis eiganda eða umráðamanns er þó eigi heimilt að fara í þessum tilgangi inn í íbúðarhús sem tekið hefur verið í notkun, nema að fengnum úrskurði dómara .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.1.2. gr .Gögn á byggingarstað

Uppdrættir sem leyfisveitandi hefur samþykkt og áritað skulu ætíð liggja fyrir á byggingarstað og vera eftirlitsmönnum aðgengilegir. Útgefið byggingarleyfi skal vera sýnilegt á byggingarstað .

3.1.3. gr .Umsagnir annarra eftirlitsaðila og ráðgjafa

Leyfisveitandi getur ávallt ákveðið að leitað skuli umsagnar annarra eftirlitsaðila eða ráðgjafa, s.s .
slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits ríkisins og [Minjastofnun Íslands]1) við yfirferð uppdrátta óháð því hver annast byggingareftirlit .
1) Rgl. nr. 1278/2018, 7. gr.

3.2. KAFLI Faggilding leyfisveitanda

3.2.1. gr .Faggilding

[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) og byggingarfulltrúar skulu hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast [öryggis- og lokaúttektir]1) nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu. Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl.
Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) vegna yfirferðar hönnunargagna og [öryggis- og lokaúttekta]1) skal fullnægja kröfum faggildingaraðila .
1) Rgl. nr. 1278/2018. 8. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.3. KAFLI Faggiltar skoðunarstofur

3.3.1. gr .Eftirlit skoðunarstofu

[Sveitarstjórn og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) er heimilt að ákveða að skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttekta. Slík skoðunarstofa skal hafa starfsleyfi [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3)]2) [Auglýsa skal ákvarðanir skv. þessari málsgrein á vefsíðu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) og viðkomandi byggingarfulltrúaembættis.]1) Beiting réttar- og þvingunarúrræða skal […]1) ávallt vera í höndum leyfisveitanda í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar .
Sé hönnun mannvirkis sérstaklega vandasöm getur leyfisveitandi við meðferð byggingarleyfisumsóknar ákveðið að faggilt skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og úttektir vegna viðkomandi framkvæmdar í heild eða að hluta. [Hönnun telst sérstaklega vandasöm ef mannvirki fellur undir flokk CC3 samkvæmt töflu B1 í þjóðarviðauka við ÍST EN 1990:2002/NA:2011.] 1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018. 9. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.3.2. gr .Greiðsla kostnaðar

Ákveði sveitarstjórn, byggingarfulltrúi eða [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) að skoðunarstofa annist eftirlit skal eigandi mannvirkisins ráða slíka skoðunarstofu til verksins og greiða kostnað við eftirlitið. Byggingarfulltrúa og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) er í slíkum tilvikum einungis heimilt að taka gjald sem nemur kostnaði við þá þætti eftirlitsins sem þau annast.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.3.3. gr .Hlutverk leyfisveitanda vegna starfa skoðunarstofu

Hafi skoðunarstofa farið yfir hönnunargögn eða annast úttekt takmarkast yfirferð leyfisveitanda við framlagða skoðunarskýrslu. Sama gildir ef skoðunarstofa annast aðra þætti byggingareftirlits. [Áður en skoðunarstofa framkvæmir öryggis- eða lokaúttekt vegna tiltekins mannvirkis skal liggja fyrir heimild leyfisveitanda til framkvæmdar úttektarinnar.]1) Viðkomandi byggingarfulltrúi eða [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) getur […]1) tekið til athugunar að eigin frumkvæði eða samkvæmt ábendingu hvort eftirlit skoðunarstofu samræmist lögum og skilyrðum í starfsleyfi hennar. [Verði byggingarfulltrúi þess var að eftirliti skoðunarstofu sé áfátt]1) skal hann tilkynna það [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) án tafar .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.3.4. gr .Starfsleyfi skoðunarstofu

Skoðunarstofur skulu faggiltar og fer um faggildingu samkvæmt lögum nr. 24/2006 um faggildingu o.fl .
Gæðastjórnunarkerfi og starfsaðferðir, hæfi og hæfni skoðunarstofa vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila og ákvæðum laga um mannvirki og þessarar reglugerðar .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) gefur út starfsleyfi til rekstrar skoðunarstofu[…]1). Starfsleyfi skal gefið út til tiltekins tíma, mest til fimm ára í senn. Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að skoðunarstofa hafi hlotið faggildingu, skoðunarmenn hennar uppfylli kröfur skv. 3.4. kafla og tæknilegur stjórnandi uppfylli að lágmarki skilyrði sem skoðunarmaður vegna allra þeirra starfa sem skoðunarstofan hefur hlotið faggildingu til. Í starfsleyfi skal tilgreina þá þætti eftirlits sem skoðunarstofu er heimilt að taka að sér .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.3.5. gr .Svipting starfsleyfis

[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) getur svipt skoðunarstofu starfsleyfi ef hún uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir leyfisveitingu. Sama á við ef skoðunarstofa hlítir ekki fyrirmælum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1), vanrækir hlutverk sitt og skyldur eða sýnir af sér ítrekaða óvarkárni í starfi. Starfsleyfi fellur sjálfkrafa niður verði skoðunarstofa svipt faggildingu sinni .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.4. KAFLI . Skoðunarmenn

3.4.1. gr .Menntunar- og starfsreynslukröfur skoðunarmanna

Skoðunarmenn byggingarfulltrúa, [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) eða skoðunarstofa skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Skoðunarmaður I: Iðnmeistarar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) og a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) viðurkennir. Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með a.m.k. tveggja ára reynslu sem slíkir af störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingareftirlit sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) viðurkennir .
b. Skoðunarmaður II: Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og byggingarfræðingar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) sem hönnuðir aðal- eða séruppdrátta og a.m.k. [eins árs]1) reynslu sem löggiltir hönnuðir af störfum við byggingarframkvæmdir, hönnun mannvirkja, byggingareftirlit eða verkstjórn við byggingarframkvæmdir .
c. Skoðunarmaður III: Verkfræðingar og tæknifræðingar með löggildingu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) á sviði viðkomandi mannvirkjagerðar og að lágmarki [fimm]1) ára starfsreynslu sem löggiltir hönnuðir af verkog byggingarstjórn við mannvirkjagerð, byggingareftirlit eða hönnun .
1) Rgl. nr. 1278/2018, 10. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.4.2. gr .Starfsheimild skoðunarmanns I

Skoðunarmanni I er heimilt að sinna úttektum með mannvirkjum sem falla undir 1. tölul. 3.4.5. gr .

3.4.3. gr .Starfsheimild skoðunarmanns II

Skoðunarmanni II er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna mannvirkja sem falla undir 1. og 3. tölul. 3.4.5. gr .

3.4.4. gr .Starfsheimild skoðunarmanns III

Skoðunarmanni III er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna allra þeirra mannvirkja sem falla undir 3.4.5. gr .

3.4.5. gr . Flokkun framkvæmda vegna starfsheimilda skoðunarmanna

Heimildir skoðunarmanna til starfa takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda á þann hátt sem hér segir:
1. Mannvirki allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð.
2. Vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og önnur orkuver, olíuhreinsunarstöðvar og vatnsstíflur sem falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
3. Öll önnur mannvirki en þau sem falla undir 1. og 2. tölul. þessarar greinar.

3.5. KAFLI Skoðunarhandbækur o.fl .

3.5.1. gr .Skoðunarhandbækur og skoðunarskýrslur

Leyfisveitandi [, byggingarstjóri]2) og skoðunarstofur skulu [við yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggisog lokaúttekta starfa í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar, skoðunarlista og stoðrita [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) .
Skoðunarhandbók er birt í viðauka við reglugerð þessa. Þar kemur fram yfirlit yfir þá þætti sem eru til skoðunar, ákvæði um verklag við framkvæmd skoðunar, skoðunaraðferðir, flokkun athugasemda og réttaráhrif, framsetningu niðurstöðu og gerð skoðunarskýrslu .
Skoðunarlistar ásamt stoðritum og leiðbeiningum um túlkun og framkvæmd skoðunar skulu birtir á vefsíðu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) auk þess sem þeir skulu vistaðir í gagnasafni stofunarinnar. Í skoðunarlistum skulu nánar tilgreindir þeir þættir sem skoða skal, skoðunaraðferð, samanburðarskjöl, lýsing skoðunar, staðlaðar skýringar mats og vægi athugasemda. Skoðun skal takmarkast við þá þætti sem fram koma í skoðunarlista .
Niðurstaða hverrar einstakrar skoðunar skal skráð í skoðunarskýrslu, hvort sem skoðun er framkvæmd af skoðunarmanni byggingarfulltrúa, faggiltrar skoðunarstofu eða byggingarstjóra. Sé öryggis- og lokaúttekt gerð samtímis er gerð ein sameiginleg skoðunarskýrsla. Skoðunarskýrsla skal vistuð í gagnasafni [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) og afhent leyfisveitanda strax að lokinni skoðun.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 11. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.5.2. gr .Ágreiningur um skoðunarhandbók og tilhögun eftirlits

Komi upp ágreiningur um tæknileg atriði við túlkun skoðunarhandbókar og um tilhögun eftirlits á grundvelli hennar skal leita álits [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Ef ágreiningur snýst um eftirlit [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) skal leita álits ráðherra. [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) getur að eigin frumkvæði gefið út álit um tæknilegt eftirlit með tiltekinni mannvirkjagerð eða með mannvirkjagerð almennt. Álit [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) og eftir atvikum ráðherra er bindandi fyrir alla aðila máls og sætir ekki endurskoðun úrskurðarnefndar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.6. KAFLI Yfirferð hönnunargagna o.fl

3.6.1. gr . [Samþykkt hönnunargagna

Forsenda þess að leyfisveitandi geti samþykkt hönnunargögn er að þau sýni á fullnægjandi hátt að skilmálar skipulags séu uppfylltir svo og önnur viðeigandi ákvæði laga um mannvirki og reglugerðar þessarar í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista. Fyrir skal liggja skoðunarskýrsla um yfirferð hönnunargagna sem afhent er hönnunarstjóra og viðkomandi hönnuði. Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum leyfisveitanda er heimilt að samþykkja hönnunargögn með athugasemdum.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .

3.6.2. gr .Greinargerð um ábyrgðarsvið

Við yfirferð [leyfisveitanda]1) á greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða skal kannað sérstaklega hvort um tæmandi yfirlit sé að ræða og hvort hætta sé á skörun ábyrgðarsviðs einstakra hönnuða .
[...]1) [...]2)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1173/2012, 4. gr .
[

3.6.3. gr.]1)2) Ófullnægjandi eða röng hönnunargögn .

Verði leyfisveitandi var við að hönnuður skilar ítrekað ófullnægjandi eða röngum hönnunargögnum ber honum að skrá málsatvik og feril málsins í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3). Leyfisveitanda ber að tilkynna [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) formlega um slík brot með gögnum málsins að veittum andmælarétti hönnuðar .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal tilkynna viðkomandi hönnuði um skráninguna og gefa honum færi á að gera athugasemdir. [[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar, t.d. á grundvelli skráninga í gagnasafn stofnunarinnar eða ytri kvartana, hvort hönnuður hafi vanrækt hlutverk sitt skv . reglugerð þessari.]2) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal yfirfara öll málsatvik í kjölfar tilkynningar [eða skráningar]2) skv. 1. mgr. og getur eftir atvikum áminnt viðkomandi hönnuð eða svipt hann löggildingu í samræmi við ákvæði 57. gr. laga um mannvirki .
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) setur leiðbeiningar um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.]2)
1) Rgl. nr. 1173/2012, 4. gr .
2) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

3.7.1. gr.] 1) Framkvæmd áfangaúttekta

Áfangaúttektir skulu gerðar á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem [byggingarstjóri eða ]2) eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, [lög um byggingarvörur og reglugerðir sem settar eru skv. þeim,]1) lög um mannvirki og ákvæði þessarar reglugerðar [á grundvelli ákvæða skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1) .
[Byggingarstjóri annast áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþátturinn er tilbúinn til úttektar.
Leyfisveitandi getur ákveðið ef þörf er á, t.d. ef fram koma alvarlegar eða ítrekaðar athugasemdir í stöðuskoðun eða vegna vanrækslu byggingarstjóra, að hann sjálfur, eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir skv. 2. mgr. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra áfangaúttekta sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Úttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar skilgreint úrtak innan ákveðins verkþáttar. Niðurstöður áfangaúttekta skal skrá í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynna eftirlitsaðila um lok úttektarskyldra verkþátta og fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Ef ákveðið hefur verið að áfangaúttektir séu gerðar af hálfu eftirlitsaðila skal byggingarstjóri óska eftir úttekt með minnst sólarhrings fyrirvara.
Byggingarstjóri skal skrá niðurstöður áfangaúttekta í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Honum er skylt að vera viðstaddur allar áfangaúttektir. Ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna
veikinda, getur byggingarstjóri veitt aðila með starfsleyfi byggingarstjóra skýrt og afmarkað umboð til að mæta í eða annast tilteknar áfangaúttektir. Iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað skal vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði og undirrita úttekt nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.]2)

[Sé gerðar athugasemdir í skoðunarskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt verði úr og úttekt endurtekin. []2)]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 12. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.2. gr.]1) Áfangaúttektir vegna sérstakra eða óvenjulegra framkvæmda o.fl .

Ef um sérstakar eða óvenjulegar framkvæmdir er að ræða eða nýja byggingartækni við framkvæmdina sem krefst annars fyrirkomulags áfangaúttekta en venjulega getur leyfisveitandi gert kröfu um aðferðafræði og fyrirkomulag við framkvæmd úttekta sem hann telur henta vegna viðkomandi framkvæmdar .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

3.7.3. gr.]1) [Stöðuskoðanir leyfisveitanda]2)

[Leyfisveitandi getur gert stöðuskoðun í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur. Leyfisveitandi skal taka mið af stærð, umfangi og áhættu einstakra framkvæmda við mat á tíðni stöðuskoðana.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]2)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 13. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.4. gr.]1) Áfangaúttektir

[Byggingarstjóri skal skrá fyrirhugaða áfangaúttekt í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) með að minnsta kosti fjögurra klukkustunda fyrirvara.]2)
Áfangaúttektar skal óskað við eftirlitsaðila með minnst sólarhrings fyrirvara. Eftirtaldir verkþættir mannvirkjagerðar skulu teknir út með áfangaúttektum:
a. Jarðvegsgrunnur, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu í slíkan grunn, þ.m.t. plötupróf .
b. Uppsláttur og bending undirstöðuveggja .
c. Lagnir í grunni, þ.m.t. rör fyrir heimtaugar rafmagns- og fjarskiptakerfa áður en þær eru huldar .
d. Frágangur raka- og vindvarnarlaga .
e. Grunnur, áður en botnplata er steypt .
f. Uppsláttur og bending allra steyptra byggingarhluta .
g. Uppbygging veggjagrinda burðarveggja, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
h. Uppbygging léttra gólfa og festingar þeirra áður en klætt er .
i. Uppbygging þaka, loftun, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
j. Frágangur klæðningar þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.m.t. festingar, negling þakjárns og annar tilsvarandi frágangur .
k. Frágangur ystu klæðningar veggja, þ.m.t. festingar og loftun .
l. Uppbygging og frágangur eldvarnarveggja .
m. Uppbygging og frágangur niðurhengdra lofta og frágangur vegna eldvarna .
n. Frágangur, gerð og þykkt varmaeinangrunar .
o. Frágangur vegna hljóðeinangrunar .
p. Neysluvatns-, hitavatns-, hita-, gas-, gufu-, þrýsti- og kælikerfi ásamt einangrun þeirra, þrýstiprófun og frágangur vegna eldvarna .
q. Frárennslislagnir innanhúss ásamt eldvörnum og hljóðeinangrun þeirra .
r. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfi utanhúss .
s. Stokkalagnir og íhlutar þeirra fyrir loftræsi- og lofthitunarkerfi ásamt varma- og eldvarnareinangrun og allur tilheyrandi frágangur vegna eldvarna og hljóðeinangrunar .
t. Tæki og búnaður loftræsi- og lofthitunarkerfa .
u. Þættir er varða eldvarnir sem verða huldir þannig að úttekt þeirra sé ekki framkvæmanleg við öryggis- eða lokaúttekt .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 14. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.5. gr.]1) Vanræksla og önnur sambærileg háttsemi

Komi við úttekt í ljós vanræksla byggingarstjóra og/eða iðnmeistara eða háttsemi af þeirra hálfu sem fer í bága við ákvæði laga um mannvirki og reglugerð þessarar ber leyfisveitanda að skrá málsatvik og feril 33 málsins í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2). Leyfisveitanda ber að tilkynna [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) formlega um slík brot. Áður en tilkynning er send [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ásamt gögnum málsins skal byggingarfulltrúi gefa viðkomandi byggingarstjóra eða iðnmeistara kost á að koma að sínum sjónarmiðum og athugasemdum.
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar, t.d. á grundvelli skráninga í gagnasafn stofnunarinnar eða ytri kvartana, hvort byggingarstjóri og/eða iðnmeistari hafi vanrækt hlutverk sitt skv. reglugerð þessari.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ber í kjölfar tilkynninga [eða skráninga]1) skv. 1. mgr. að yfirfara öll málsatvik og getur eftir atvikum áminnt viðkomandi aðila eða svipt hann starfsleyfi eða löggildingu eftir því sem við á í samræmi við ákvæði 57. gr. laga um mannvirki .
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) setur leiðbeiningar um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.8. KAFLI Öryggisúttekt .

3.8.1. gr .Framkvæmd öryggisúttektar

Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum [í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1). Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim og leyfisveitandi hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt. [Kröfur um aðgengi sem varða öryggisþætti skulu vera uppfylltar í samræmi við samþykkta uppdrætti og ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista.]2) Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt .
[Framkvæmi skoðunarstofa öryggisúttekt skal heimild leyfisveitanda til úttektarinnar liggja fyrir áður en hún fer fram.]1) Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir öryggisúttekt áður en það er tekið í notkun .
Einnig getur eigandi mannvirkis óskað eftir öryggisúttekt. Hafi byggingarstjóri vanrækt að óska eftir öryggisúttekt áður en mannvirki er tekið í notkun skal leyfisveitandi boða til slíkrar úttektar þegar honum er kunnugt um að notkun sé hafin og skal hann tilkynna það [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) .
Byggingarstjóri eða eigandi sem óskar eftir öryggisúttekt skal tilgreina […]1) hve langt verk er komið .
Sé óskað öryggisúttektar vegna hluta mannvirkis skal tilgreint við hvaða hluta er átt og skal þá ástandi þess hluta lýst og jafnframt gerð almennt grein fyrir ástandi annarra hluta mannvirkisins .
Fyrirhuguð starfsemi í viðkomandi mannvirki skal tilgreind við öryggisúttekt og [skulu öryggis- og hollustuháttakröfur uppfylltar]1) í samræmi við fyrirhugaða starfsemi. Eigandi ber ábyrgð á og hefur það hlutverk að rökstyðja að allar slíkar kröfur séu uppfylltar, komi þær ekki óumdeilanlega fram á samþykktum uppdráttum .
Viðstaddir öryggisúttekt skulu auk eftirlitsaðila og byggingarstjóra vera fulltrúi slökkviliðs og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða byggingarstjóri eða úttektarmaður hefur boðað. Leyfisveitanda er heimilt að óska eftir að fulltrúi heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits ríkisins eða annarra hollustu- eða öryggisstofnana sé viðstaddur eða að hann hafi staðfest skriflega að mannvirkið uppfylli þeirra kröfur, þegar starfsemin varðar slíka þætti .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 15. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.8.2. gr .Gögn vegna öryggisúttektar.]1)

Þar sem við á að mati leyfisveitanda ber byggingarstjóra að afhenda [leyfisveitanda]1) eftirfarandi gögn [þegar sótt er um heimild til öryggisúttektar]1):
a. [Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki þess hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun sé tilbúið til úttektar.]2)
b. Yfirlýsingu rafvirkjameistara um að brunaviðvörunarkerfi vegna þess hluta mannvirkis sem tekinn er í notkun sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar þess hafi verið gerður. Einnig að útljós, neyðarlýsing, reykræsing o.þ.h. séu frágengin og skrifleg staðfesting iðnmeistara liggi fyrir um að virkni búnaðarins hafi verið prófuð. Jafnframt skal fylgja staðfesting brunahönnuðar á því að gerðar hafi verið ráðstafanir þannig að tryggt sé fullnægjandi öryggi vegna þess hluta mannvirkisins sem ófrágenginn er .
c. Yfirlýsingu pípulagningameistara um að vatnsúðakerfi eða sambærilegt kerfi þess hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar þess hafi verið gerður. Jafnframt skal fylgja staðfesting brunahönnuðar á því að gerðar hafi verið ráðstafanir sem tryggja fullnægjandi öryggi vegna þess hluta mannvirkisins sem ófrágenginn er .
d. Yfirlýsingu Vinnueftirlits ríkisins um að lyfta og búnaður hennar hafi verið prófaður með fullnægjandi hætti og þjónustusamningur vegna reksturs hennar liggi fyrir. Sé lyftan ekki uppsett við öryggisúttekt skal afhent yfirlýsing eiganda um að hann ábyrgist að leyfisveitanda sé tilkynnt um uppsetningu lyftu áður hún er sett upp og hann muni afhenda leyfisveitanda framangreinda yfirlýsingu þegar lyftan hefur verið sett upp. Slík yfirlýsing eiganda skal vera fylgiskjal með vottorði um öryggisúttekt .
e. Yfirlýsingu pípulagningameistara um að hitakerfi sé frágengið þannig að fyrirsjáanlegt sé að fullnægjandi upphitun verði í þeim hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun .
f. Yfirlýsingu blikksmíða-, pípulagninga- og rafvirkjameistara um að loftræsikerfi þess hluta mannvirkisins sem tekinn verður í notkun sé frágengið þannig að afköst þess og loftgæði séu fullnægjandi fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er í mannvirkinu .
g. Vottorð um að aðalskoðun leiksvæðis og leikvallatækja hafi farið fram, þ.e. í þeim tilvikum sem byggingarleyfi nær til leiksvæðis og það er skoðunarskylt á grundvelli reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim .
[h. Ef óskað er eftir öryggisúttekt á hluta mannvirkis skal beiðninni fylgja lýsing á ástandi þess hluta mannvirkis sem tekinn er í notkun, ástandi annarra hluta mannvirkisins og fyrirhugaðri starfsemi í mannvirkinu eða þeim hluta sem tekinn er í notkun.]3)
[…]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 669/2018, 2. gr.
3) Rgl. nr. 1278/2018, 16. gr.
[

3.8.3. gr . Niðurstaða öryggisúttektar

Séu gerðar athugsemdir í skoðunarskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt sé úr og úttekt endurtekin. Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum byggingarstjóra er heimilað að láta leiðrétta minniháttar frávik án kröfu um að öryggisúttekt sé endurtekin .
Leyfisveitanda er heimilt að krefjast bráðabirgðaráðstafana vegna öryggismála sé þeim áfátt.]1) 1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

3.8.4. gr.]1) Vottorð um öryggisúttekt

Leyfisveitandi skal að lokinni öryggisúttekt [gefa út]1) undirritað vottorð um að úttekt hafi farið fram .
Vottorðið skal dagsett og skal þar koma fram til hvaða mannvirkis eða hluta þess öryggisúttektin hafi tekið .
[Skoðunarskýrsla skal fylgja vottorði um öryggisúttekt.]1) Leyfisveitanda er heimilt að skrá í vottorð um öryggisúttekt […]1) athugasemdir sem hann telur þörf á að fram komi vegna úttektarinnar. [Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum leyfisveitanda er heimilt að samþykkja öryggisúttekt með athugasemdum.]1)Taki úttekt til hluta mannvirkis skal […]1) skrá athugasemd um að ekki sé heimilt að taka aðra hluta þess í notkun nema að undangenginni öryggisúttekt.
Á vottorði vegna öryggisúttektar skal tilgreina áætlaðan tíma fyrir lokaúttekt, þó ekki meira en þrjú ár frá öryggisúttekt .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .

3.9. KAFLI Lokaúttekt

3.9.1. gr .Framkvæmd lokaúttektar

Þegar mannvirkjagerð er lokið og innan þriggja ára frá því að mannvirki var tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram skal gera lokaúttekt á því [í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista .
Framkvæmi skoðunarstofa lokaúttekt skal heimild leyfisveitanda til úttektarinnar liggja fyrir áður en hún fer fram]1) .
Byggingarstjóri skal fyrir hönd eiganda mannvirkis óska eftir lokaúttekt. Einnig getur eigandi mannvirkis óskað eftir að lokaúttekt sé gerð. Hafi byggingarstjóri vanrækt að óska eftir lokaúttekt innan þeirra tímamarka sem fram koma í 1. mgr. skal leyfisveitandi boða til slíkrar úttektar og skal hann tilkynna það [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2). Viðstaddir lokaúttekt skulu auk eftirlitsaðila vera byggingarstjóri og fulltrúi slökkviliðs .
Byggingarstjóri skal tilkynna iðnmeisturum og hönnuðum mannvirkis um lokaúttekt og gefa þeim kost á að vera viðstaddir .
Við lokaúttekt skal gerð úttekt á því hvort mannvirki uppfylli ákvæði laga um mannvirki, reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim og hvort byggt hefur verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn .
[…]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.9.2. gr .Gögn vegna lokaúttektar

Við lokaúttekt ber byggingarstjóra að tryggja að samþykktir uppdrættir séu á byggingarstað. Að auki skal byggingarstjóri [þegar sótt er um]1) lokaúttekt [afhenda leyfisveitanda]1) eftirtalin gögn:
a. [Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki mannvirkisins sé tilbúið til úttektar.]2)
b. Yfirlýsingu rafvirkjameistara um að brunaviðvörunarkerfi sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar kerfisins hafi verið gerður .
c. Yfirlýsingu pípulagningameistara um að vatnsúðakerfi eða sambærilegt kerfi sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar kerfisins hafi verið gerður .
d. Yfirlýsingu Vinnueftirlits ríkisins um að lyfta og búnaður hennar hafi verið prófaður með fullnægjandi hætti og þjónustusamningur vegna reksturs hennar liggi fyrir .
e. Yfirlýsingu pípulagningameistara um að hitakerfi hafi verið stillt samkvæmt hönnunarlýsingu og stýritæki séu virk .
f. Yfirlýsingu blikksmíða-, pípulagninga- og rafvirkjameistara um að loftræsikerfi hafi verið stillt, samvirkni tækja prófuð og að afköst þeirra séu í samræmi við hönnunargögn. Einnig skulu afhentar niðurstöður loftmagnsmælinga ásamt samanburði við kröfur um loftmagn í hönnunargögnum .
g. Yfirlýsingu Vinnueftirlits ríkisins um að gaslagnir uppfylli reglur og staðla sem til þeirra eru gerðar, ásamt staðfestingu pípulagnameistara og/eða stálvirkjameistara á að þéttleiki þeirra, virkni og þrýstiþol hafi verið prófað og sé í samræmi við hönnunargögn .
h. Yfirlýsingu Vinnueftirlits ríkisins um að olíu-, gufu-, loft- og aðrar þrýstilagnir uppfylli reglur sem til þeirra eru gerðar ásamt staðfestingu pípulagnameistara og/eða stálvirkjameistara á að þéttleiki þeirra, virkni og þrýstiþol hafi verið prófað og sé í samræmi við hönnunargögn .
i. Handbók hússins sem leyfisveitandi varðveitir, sbr. 16. hluta þessarar reglugerðar .
j. Uppfært yfirlit um innra eftirlit byggingarstjóra .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Regl. nr.669/2018, 3 gr.
[

3.9.3. gr . Niðurstaða lokaúttektar

Séu gerðar athugasemdir í skoðunaskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt sé úr og úttekt endurtekin. Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum byggingarstjóra er heimilað að leiðrétta minniháttar frávik án kröfu um að lokaúttekt sé endurtekin.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

3.9.4. gr.]1) Vottorð um lokaúttekt

Leyfisveitandi skal að lokinni lokaúttekt afhenda eiganda undirritað vottorð um að lokaúttekt hafi farið fram. Þar skal koma fram að lágmarki útgáfudagur vottorðs, hvenær lokaúttekt fór fram, hver framkvæmdi hana og til hvaða mannvirkis eða eftir atvikum hluta þess lokaúttekt hafi náð. Tilgreint skal auðkenni byggingarleyfis séu þau fyrir hendi, t.d. númer byggingarleyfis. Varði fleiri en eitt byggingarleyfi þessa tilteknu lokaúttekt skulu auðkenni allra viðkomandi byggingarleyfa tilgreind .
Sé mannvirki ekki [fullgert við lokaúttekt, ef það uppfyllir ekki að öllu leyti ákvæði reglugerðar þessarar eða er ekki að öllu leyti í samræmi við samþykkt hönnunargögn getur leyfisveitandi gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum. Ekki mega þó vera ófullgerðir verkþættir sem varða öryggis- og hollustukröfur né verkþættir sem háðir eru áfangaúttekt.]1) [Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum leyfisveitanda er heimilt að samþykkja lokaúttekt með athugasemdum.]1) [Leyfisveitandi getur synjað um útgáfu vottorðs um lokaúttekt ef hann telur framkvæmd of skammt á veg komna .
Uppfylli mannvirki ekki öryggis- eða hollustukröfur getur leyfisveitandi synjað um útgáfu vottorðs um lokaúttekt, fyrirskipað lokun mannvirkis og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr. Skal lokaúttektarvottorð ekki gefið út fyrr en úrbætur hafa verið framkvæmdar .
Þáttum sem varða aðgengi skal ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .

3.10. KAFLI Eftirlit með byggðu umhverfi .

3.10.1. gr .Hlutverk byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi skal hafa eftirlit með því að sótt sé um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldum framkvæmdum og breyttri notkun mannvirkja í umdæmi hans, sbr. 2.3. kafla, og að öðru leyti sé fylgt ákvæðum reglugerðar þessarar í umdæmi hans. Jafnframt skal byggingarfulltrúi eftir föngum hafa eftirlit með því að viðhald húsa og mannvirkja í umdæmi hans sé viðhlítandi .
Verði byggingarfulltrúi þess var að byggingarleyfisskyld framkvæmd sé hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni, ekki er sótt um leyfi fyrir breyttri notkun mannvirkis, það byggt á annan hátt en leyfi stendur til, mannvirkið eða notkun þess brýtur í bága við skipulagsskilmála, mannvirki er tekið í notkun án þess að öryggisúttekt hafi farið fram eða ef mannvirki er tekið til annarra nota en heimilt er samkvæmt útgefnu byggingarleyfi skal hann grípa til viðeigandi aðgerða og úrræða í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og X. kafla laga um mannvirki. Sama gildir ef ásigkomulagi, frágangi, umhverfi eða viðhaldi húss, annars mannvirkis eða lóðar er ábótavant, af því stafar hætta eða það telst skaðlegt heilsu að mati byggingarfulltrúa eða ekki er gengið frá því samkvæmt samþykktum uppdráttum, lögum, reglugerðum og byggingarlýsingu.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.