3.5. KAFLI Skoðunarhandbækur o.fl .

Aftur í: 3. HLUTI FAGGILDING, EFTIRLIT OG ÚTTEKTIR

3.5.1. gr .Skoðunarhandbækur og skoðunarskýrslur

Leyfisveitandi [, byggingarstjóri]2) og skoðunarstofur skulu [við yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggisog lokaúttekta starfa í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar, skoðunarlista og stoðrita [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) .
Skoðunarhandbók er birt í viðauka við reglugerð þessa. Þar kemur fram yfirlit yfir þá þætti sem eru til skoðunar, ákvæði um verklag við framkvæmd skoðunar, skoðunaraðferðir, flokkun athugasemda og réttaráhrif, framsetningu niðurstöðu og gerð skoðunarskýrslu .
Skoðunarlistar ásamt stoðritum og leiðbeiningum um túlkun og framkvæmd skoðunar skulu birtir á vefsíðu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) auk þess sem þeir skulu vistaðir í gagnasafni stofunarinnar. Í skoðunarlistum skulu nánar tilgreindir þeir þættir sem skoða skal, skoðunaraðferð, samanburðarskjöl, lýsing skoðunar, staðlaðar skýringar mats og vægi athugasemda. Skoðun skal takmarkast við þá þætti sem fram koma í skoðunarlista .
Niðurstaða hverrar einstakrar skoðunar skal skráð í skoðunarskýrslu, hvort sem skoðun er framkvæmd af skoðunarmanni byggingarfulltrúa, faggiltrar skoðunarstofu eða byggingarstjóra. Sé öryggis- og lokaúttekt gerð samtímis er gerð ein sameiginleg skoðunarskýrsla. Skoðunarskýrsla skal vistuð í gagnasafni [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3) og afhent leyfisveitanda strax að lokinni skoðun.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 11. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.5.2. gr .Ágreiningur um skoðunarhandbók og tilhögun eftirlits

Komi upp ágreiningur um tæknileg atriði við túlkun skoðunarhandbókar og um tilhögun eftirlits á grundvelli hennar skal leita álits [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Ef ágreiningur snýst um eftirlit [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) skal leita álits ráðherra. [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) getur að eigin frumkvæði gefið út álit um tæknilegt eftirlit með tiltekinni mannvirkjagerð eða með mannvirkjagerð almennt. Álit [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) og eftir atvikum ráðherra er bindandi fyrir alla aðila máls og sætir ekki endurskoðun úrskurðarnefndar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.