Upplýsingar og fræðsla

Samkvæmt tölum sem unnar eru upp úr fréttum fjölmiðla urðu líklegast 32 banaslys á Íslandi árið 2018. Banaslys í umferðinni urðu alls 17 eða 53% allra slysa ársins en næst stærsti flokkur banaslysa er drukknanir þar sem 5 létust þar af þrír í ám og vötnum.
Erlendir ríkisborgarar sem létust í slysum eru alls 19 eða 59% allra sem létust og skiptast þau þannig að 10 létust í umferðarslysum en 8 létust í öðrum slysum þar af 4 í drukknunum. Flestir erlendu ríkisborgararnir sem létust voru frá Evrópu eða 10 en frá Bandaríkjunum voru 4 og 1 frá Asíu en …

Nánar

Eftir eldsvoða í fjölbýlishúsum þar sem fólk er hætt komið, fer oft af stað umræða um það hvernig íbúar í fjölbýlishúsum eiga að bregðast við. Ráðleggingar um að öruggast sé að halda kyrru fyrir í íbúðunum og bíða eftir björgun slökkviliðs hafa verið áberandi. Þetta getur oft átt við í nýlegum vel byggðum fjölbýlishúsum og á þeim stöðum þar sem vel búin slökkvilið eru en annarsstaðar er þetta ekki svona einfalt. Víða hagar svo til að slökkviliðin eru ekki nægjanlega vel búin til björgunar af efri hæðum húsa og í mörgum eldri húsum eru brunavarnir oft ófullnægjandi.
Hvað best sé …

Nánar