L14-1.3.1. Verkefnastjórnun

Yfirkafli: L14-1.3. Stjórnun

Verkefnisstjóri er tilgreindur í tilboðsgögnum. Þegar samningur hefur verið gerður er það hlutverk verkefnisstjóra að:

  • Skýra gæðastjóra frá samningnum.
  • Endurskoða og uppfæra verkáætlun ásamt því að búa til nákvæmari verkáætlun og verklagslýsingar.
  • Gefa út lýsingu á umfangi verks undirverktaka (Scope of Work).
  • Ganga úr skugga um að allir í verkefnishópnum, þar með taldir undirverktakar, þekki innihald Gæðatryggingarhandbókarinnar.
  • Setja upp möppu fyrir skjalavistun verkefnisins.
  • Útnefna ábyrgðaraðila fyrir verkþætti.
  • Gefa út nauðsynlegar verkefnisleiðbeiningar til allra meðlima verkefnishópsins.
  • Sjá til þess að nauðsynleg útlitsskjöl séu til fyrir alla meðlimi verkefnishópsins þannig að þeir geti uppfyllt þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í Gæðatryggingarhandbókinni.
  • Ganga úr skugga um að meðlimir verkefnishópsins séu ekki yfirbókaðir og að þeir þekki verkefnið og þá verkþætti sem þeir eiga að vinna að.
  • Komast að samkomulagi við þann sem er gæðastjóri verkefnisins um framvindu og framkvæmd gæðatryggingar í verkefninu.