L14-1.3. Stjórnun

Yfirkafli: L14-1. Gæðatrygging í verkefnum - handbók

Sjá einnig kafla 5 í Gæðahandbók Inspectionem ehf.

L14-1.3.1. Verkefnastjórnun

Verkefnisstjóri er tilgreindur í tilboðsgögnum. Þegar samningur hefur verið gerður er það hlutverk verkefnisstjóra að:

  • Skýra gæðastjóra frá samningnum.
  • Endurskoða og uppfæra verkáætlun ásamt því að búa til nákvæmari verkáætlun og verklagslýsingar.
  • Gefa út lýsingu á umfangi verks undirverktaka (Scope of Work).
  • Ganga úr skugga um að allir í verkefnishópnum, þar með taldir undirverktakar, þekki innihald Gæðatryggingarhandbókarinnar.
  • Setja upp möppu fyrir skjalavistun verkefnisins.
  • Útnefna ábyrgðaraðila fyrir verkþætti.
  • Gefa út nauðsynlegar verkefnisleiðbeiningar til allra meðlima verkefnishópsins.
  • Sjá til þess að nauðsynleg útlitsskjöl séu til fyrir alla meðlimi verkefnishópsins þannig að þeir geti uppfyllt þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í Gæðatryggingarhandbókinni.
  • Ganga úr skugga um að meðlimir verkefnishópsins séu ekki yfirbókaðir og að þeir þekki verkefnið og þá verkþætti sem þeir eiga að vinna að.
  • Komast að samkomulagi við þann sem er gæðastjóri verkefnisins um framvindu og framkvæmd gæðatryggingar í verkefninu.

L14-1.3.2. Verkefnishópur

Verkefnishópur er venjulega tilgreindur í tilboði fyrir verkefnið. Verkefnishópurinn er endurskoðaður þegar samningur hefur verið gerður og samsetning hans uppfærð eftir þörfum viðskiptavinarins. Verkefnisstjóri gefur síðan, eftir þörfum, út vinnu-leiðbeiningar fyrir “stöður” innan hópsins eftir því sem efni er til. Slíkar vinnuleiðbeiningar eru að minnsta kosti gefnar út fyrir ábyrgðaraðila verkþátta.

L14-1.3.3. Skjalameðferð í verkefnum

Þegar samningur um verkefni hefur verið gerður er komið upp skjalamöppu fyrir verkefnið sem er skipt upp á eftirfarandi hátt:

  • Stjórnun.
  • Tæknileg gögn.
  • Gæðatrygging.
  • Annað.

Ef þörf er á frekari uppskiptingu er það gert með sérstakar þarfir verkefnisins í huga. Verkefnismappan verður uppfærð á meðan verkefnið er í gangi.

Úreltum skjölum er eytt.

L14-1.3.4. Samskiptadagbók

Inspectionem ehf. mun í allri sinni starfsemi halda samskiptayfirlit yfir:

  • Innsend bréf og tölvupóst.
  • Útsend bréf og tölvupóst.

Yfirlitið er fært sem samskiptadagbók þar sem eftirfarandi er skráð:
  • Dagsetning móttöku / dagsetning sendingar.
  • Sent til hvers /móttekið frá hverjum.
  • Varðandi.
  • Skjalavistun hjá Inspectionem ehf.
  • Ábyrgðaraðili.
  • Tilvísun sendanda.

Sjá einnig kafla 11 í Gæðahandbók.

L14-1.3.5. Gæðahandbók

Það er skylda hvers meðlims verkefnishópsins að fylgja verklagi eins og því er lýst í Gæðahandbók eftir því sem við á í verkefninu.