Yfirkafli: L14-1.3. Stjórnun
Verkefnishópur er venjulega tilgreindur í tilboði fyrir verkefnið. Verkefnishópurinn er endurskoðaður þegar samningur hefur verið gerður og samsetning hans uppfærð eftir þörfum viðskiptavinarins. Verkefnisstjóri gefur síðan, eftir þörfum, út vinnu-leiðbeiningar fyrir “stöður” innan hópsins eftir því sem efni er til. Slíkar vinnuleiðbeiningar eru að minnsta kosti gefnar út fyrir ábyrgðaraðila verkþátta.