L14-1.5.1.1. Gæðatrygging og gæðastjórnun

Yfirkafli: L14-1.5.1. Rýni

Eins og fram kemur í lið L14-1.1.2 og L14-1.2.1 eru tvö sjónarmið gæða í verkefnisvinnu hjá Inspectionem ehf. Bæði þessi sjónarmið þarf að rýna til þess að tryggja að fullunnin sé vinnan verðmæt fyrir viðskiptavin og nýtist honum sem best.

Eftirfarandi hafa ábyrgð gagnvart gæðastjórnun og gæðatryggingu:

  • Sá aðili sem sér um óháða gæðatryggingu.
  • Ábyrgðaraðilar verkþátta.
  • Ábyrgur verkfræðingur eða tæknimaður.

Sá aðili sem sér um óháða gæðatryggingu hefur enga daglega þátttöku í tæknilegri úrvinnslu verkefnisins. Ábyrgð hans er að tryggja að gæðatrygging verkefnisins sé í samræmi við þessa handbók.

Fyrir sérhvern verkþátt er útnefndur ábyrgðaraðili. Á meðal þess sem hann ber ábyrgð á er að tryggja að verkið sé unnið af natni og hæfni og að tryggja að viðeigandi og nauðsynleg kunnátta og hæfni sé nýtt í verkþættinum.

Ábyrgur verkfræðingur eða tæknimaður er annar aðili í verkhópnum sem ekki er daglegur þátttakandi í framkvæmd verkþáttar. Hans hlutverk er gæðastýring, í þeim skilningi að yfirfara þá vinnu sem er unnin. Venjulega er þetta verkefnisstjóri eða staðgengill verkefnisstjóra.