V16-1.4. Lýsing

Yfirkafli: V16-1. Stýring skoðana

  • hvernig staðið er að
  • hve mörg
  • hver gerir hvernig, hvar og hvenær,
  • hvernig er staðið að þjónustu, tilkynningum hvenær, hver og hvernig. Hvernig er unnið úr gögnum, hvenær og hvernig eru frávik meðhöndluð.

Tenglar á lög, reglugerðir, verklagsreglur (V), leiðbeiningar (L) og eyðublöð (E) sem tengjast skoðunum Inspectionem ehf eru í E11-1 Skjalayfirlit. Tæknilegur stjórnandi sér til þess að nauðsynlegar verklagsreglur, leiðbeiningar og eyðublöð, til að tryggja að lögum, reglugerðum og eigin kröfum sé framfylgt, séu útbúin.
Tæknilegur stjórnandi kynnir fyrir þeim starfsmönnum sem hlut eiga að máli verklagslýsingar og leiðbeiningar svo og þau eyðublöð sem þeir eiga að fylla út.
Tæknilegur stjórnandi fer reglulega yfir skoðanir og fylgist með því að niðurstöður séu í samræmi við það sem leyft er skv. lið 1. Þetta er gert að minnsta kosti einu sinni á ári. E16-1 Yfirferð tæknilegs stjórnanda er fyllt út og er hluti af þeim gögnum sem notuð eru við rýni stjórnenda.

Tæknilegur stjórnandi ber ábyrgð á að skýrslur frá yfirvöldum séu vistaðar undir verkefnið Athugasemdir og fyrirmæli Mannvirkjastofnunar.

Tæknilegur stjórnandi fer árlega yfir verklagsreglur, leiðbeiningar og eyðublöð sem tilheyra kafla 16, Skoðun og prófun til að tryggja að verklag sé í samræmi við fyrirmæli Mannvirkjastofnunar og þarfir fyrirtækisins. Skráðir eru minnispunktar við yfirferðina.