13. HLUTI. ORKUSPARNAÐUR OG HITAEINANGRUN

Aftur í: Efnisyfirlit

13.1. KAFLI. Almennt um orkusparnað

13.1.1. gr .Markmið

Við ákvörðun einangrunar í mannvirkjum ber að tryggja hollustu og þægindi innan mannvirkja jafnframt því að orkunýting sé hagkvæm og náttúruauðlindir nýttar á sjálfbæran hátt .

13.2. KAFLI. Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap

13.2.1. gr .Heildarorkuþörf

Heildarorkuþörf byggingar skal ákvarðast að teknu tilliti til heildarleiðnitaps, loftskipta byggingar og lofthita úti og inni .
Við mat á heildarorkuþörf er heimilt að taka tillit til nýtingar varmamyndunar sem verður innan byggingar, t.d. vegna iðnaðar eða vegna endurnýtingar varma, enda sé rökstutt að sú varmamyndun sé varanleg innan mannvirkisins .
Þegar mannvirki er myndað úr rýmum með mismunandi innihitastig er heimilt að taka tillit til þess við ákvörðun hitataps vegna leiðni og loftskipta .

13.2.2. gr .Ákvörðun U-gilda

Við ákvörðun U-gilda byggingarhluta skal tekið mið af æskilegum innilofthita og fyrirhugaðri notkun mannvirkis .
Fyrir íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst, þ.e. lofthiti ≥ [18°C]1), gilda kröfur í töflum 13.01 og 13.02 .
Fyrir húsnæði þar sem litlar kröfur eru gerðar til innihita er heimilt taka tillit til slíks við ákvörðun Ugilda og gilda þar um kröfur sem fram koma í töflum 13.01 og 13.02, þ.e. lofthiti innan mannvirkis er á bilinu [10° til 18°C]1). Fyrir húsnæði sem er ekki upphitað, s.s. ýmsar landbúnaðarbyggingar og skýli, eru ekki gerðar kröfur varðandi einangrun .
Útreikningur U-gilda byggingarhluta skal gerður í samræmi við ÍST EN ISO 6946 og ÍST 66 .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 54. gr .

13.2.3. gr .Útreikningur heildarleiðnitaps

Heildarleiðnitap skal reiknað fyrir allar nýbyggingar. [Hönnunargögnum sem afhent eru leyfisveitanda skal ávallt fylgja útreikningur á heildarleiðnitapi.]1) Heildarleiðnitap mannvirkis, að teknu tilliti til kuldabrúa og U-gilda allra viðeigandi byggingarhluta þess, skal ekki verða hærra en fæst þegar einvörðungu er tekið mið af nettóflatarmáli byggingarhluta og hámarks U-gildum skv. ákvæðum þessarar reglugerðar, sbr. töflu 13.01 .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 55. gr .

13.2.4. gr .Upplýst um leiðnitap og einstök U-gildi

Á aðaluppdráttum skal gefið upp reiknað leiðnitap fyrir hverja °C á fermetra gólfflatar (W/m²°C) og skulu þar koma fram upplýsingar um U-gildi einstakra byggingarhluta .

13.3. KAFLI. Mesta leiðnitap byggingarhluta.

13.3.1. gr .Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta

Almennt gildir að við útreikning heildarleiðnitaps nýbygginga skal U-gildi byggingarhluta ekki vera hærra en fram kemur í töflu 13.01. Heimilt er þó að U-gildi einstakra byggingarhluta í nýbyggingum sé allt að 20% hærra en fram kemur í töflu 13.01, en þá því aðeins að einangrunarþykktir annarra byggingarhluta séu auknar tilsvarandi þannig að heildarleiðnitap mannvirkis haldist óbreytt þrátt fyrir slíka skerðingu einangrunar einstakra byggingarhluta .

13.3.2. gr .Hámark U-gildis – ný mannvirki og viðbyggingar

Í nýjum mannvirkjum og viðbyggingum skal leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta vera skv. töflu 13.01 .
[Tafla 13.01 Ný mannvirki og viðbyggingar – leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta .

Byggingarhluti Leyft hámark U-gildis (W/m²K)
Ti ≥ 18°C18°C >Ti ≥10°C
Þak 0,200,30
Útveggur 0,400,40
Léttur útveggur 0,300,40
Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler)2,03,0
Hurðir 3,0engin krafa
Ofanljós 2,03,0
Gólf á fyllingu 0,300,40
Gólf að óupphituðu rými 0,300,40
Gólf að útilofti 0,200,40
Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar og hurðir) 0,85engin krafa
]1)
Á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar er hár á íslenskan mælikvarða er þó mælt með að leiðnitap sé a.m.k. 10% lægra en fram kemur í töflu 13.01 .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 56. gr .

13.3.3. gr .Hámark U-gildis – viðhald og/eða endurbygging byggingarhluta

[Við viðhald og endurbyggingu byggingarhluta skal leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta vera skv. töflu 13.02 .
Tafla 13.02 Viðhald/endurbygging – leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta .

Byggingarhluti Leyft hámark U-gildis (W/m²K)
Ti ≥ 18°C18°C >Ti ≥10°C
Þak 0,200,30
Útveggur 0,400,40
Léttur útveggur 0,300,40
Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler)2,03,0
Hurðir 3,0engin krafa
Ofanljós 2,03,0
Gólf á fyllingu 0,300,40
Gólf að óupphituðu rými 0,300,40
Gólf að útilofti 0,200,40
Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar og hurðir) engin krafaengin krafa

Á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar er hár á íslenskan mælikvarða er mælt með að leiðnitap sé a.m.k. 10% lægra en fram kemur í töflu 13.02.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 57. gr .

13.4. KAFLI. Raka- og vindvarnir

13.4.1. gr .Kröfur

Við hönnun og útfærslu á einangrun húsa skal þess gætt að raka- og vindvarnir séu fullnægjandi svo raki og lofthreyfing hafi ekki óæskileg áhrif á einangrunargildi byggingarhluta og ekki geti orðið uppsöfnun raka í byggingarhlutanum. Varðandi frágang rakavarnarlaga gildir sérrit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands nr. 95 „Frágangur rakavarnarlaga“ .

13.5. KAFLI. Loftþéttleiki húsa

13.5.1. gr .Kröfur

Tryggja skal að hús séu nægjanlega loftþétt til að koma í veg fyrir orkutap og að dragsúgur valdi ekki óþægindum .
Fyrir fullhitað húsnæði (Ti>[18°C]1)) skal miða við að þéttleiki byggingarflata í hjúpfleti sé nægjanlegur þannig að lofthleypni mæld við 50 Pa mismunaþrýsting sé minni heldur en töflugildi sýna .
Loftþéttleiki byggingarhluta skal vera skv. töflu 13.03 .
Tafla 13.03 Loftþéttleiki byggingarhluta .

Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar þar sem gerðar eru sambærilegar kröfur til innivistarq50 < 3m³/m²h
Aðrar byggingar q50< 6m³/m²h
q50 er loftstreymi mælt við 50 Pa mismunaþrýsting .

Í strangari kröfuflokki í töflu 13.03 eru allar byggingar þar sem fólk dvelst langdvölum, s.s. íbúðarhús, vistheimili og sjúkrahús. Varðandi hús sem ekki teljast upphituð (s.s. ýmsar landbúnaðarbyggingar) eru ekki gerðar sérstakar kröfur til loftþéttleika .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 58. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.