Yfirkafli: L14-1. Gæðatrygging í verkefnum - handbók
Eðli þeirrar vinnu sem er framkvæmd hjá Inspectionem ehf. er þannig að skilgreining gæða í vinnu Inspectionem ehf. krefst tveggja þátta til viðbótar við hina hefðbundnu skilgreiningu í kafla L14-1.1.2. Þessir tveir þættir eru:
Trygging gæða í verkefnisvinnu Inspectionem ehf. hvílir að miklu leyti á sérhverjum starfsmanni. Færni, kunnátta, hæfni og natni hvers og eins er nauðsynleg til þess að tryggja gæði þeirra verkþátta sem viðkomandi sér um. Óháð endurskoðun á verkþáttum mun alltaf verða einungis að hluta til áhrifarík nema um endurvinnu verkþáttarins væri að ræða. Ákveðnar stjórnunarlegar kröfur eru þó gerðar til þess að skjalfesta framkvæmd hvers verkþáttar.
Eins og bent er á hér að ofan er þörf á túlkun gæða þar sem ekki er ávallt hægt að skilgreina gæði niðurstaðna af vinnu Inspectionem ehf. út frá gæðahugtakinu sem ISO 9001 felur í sér. Ef ofangreindar skilgreiningar eru notaðar við framkvæmd verkefna ættu gæði verkefnisins að vera tryggð og sjá verkaupa fyrir verðmætum og nothæfum upplýsingum.
“Gæði” tengd verkefnum Inspectionem ehf. eru þess vegna skilgreind sem “ferli sem framkvæmt er samkvæmt skilgreindum þörfum við að útbúa niðurstöður verkefnisins”. Á sama hátt verður skilgreiningin sem varðar eðli niðurstaðna, að “eðli ferlisins sem er notaður við að komast að niðurstöðunum”.
“Gæði” tengd verkefnum sem Inspectionem ehf. framkvæmir innihalda því þætti eins og:
Inspectionem ehf. hefur gæðatryggingu sem stoðdeild heyrandi beint undir framkvæmdastjóra. Skipurit Inspectionem ehf. er sýnt hér fyrir neðan.
Skyldur gæðastjóra eru að:
Til að tryggja gæði er útnefndur gæðastjóri fyrir hvert verkefni hjá Inspectionem ehf. Gæðastjóri verkefnisins þarf að vera óháður verkefninu að öðru leyti, en jafnframt hafa næga kunnáttu til þess að meta gæði verkefnisins. Ólíkt öðrum gæðastjórum þarf þessi gæðastjóri að leggja mat á tæknilegar hliðar verkefnisins. Úttektir gæðastjórans verða þó að mestu yfirborðskenndar, með stikkprufum á tæknilegum atriðum þar sem farið er ofan í útreikninga. Gæðastjóri verkefnis þarf því að hafa reynslu og kunnáttu til að meta niðurstöður útreikninga án þess að sannprófa þær.
Dæmigerð samsetning verkefnishóps er sýnd á eftirfarandi mynd.
Réttur verkkaupa til rýni er eftirfarandi :
Inspectionem ehf. mun ávallt sjá til þess að þörfum fyrir gæðatryggingu sé framfylgt hjá undirverktökum. Annars vegar gagnvart undirverktökum sem vinna innan Inspectionem ehf. og hins vegar gagnvart undirverktökum sem vinna aðskilda hluta verkefnis í sínum eigin höfuðstöðvum.
Undirverktakar sem vinna innan Inspectionem ehf. vinna samkvæmt gæðahandbók Inspectionem ehf.
Undirverktakar sem vinna í eigin höfuðstöðvum vinna eftir gæðakerfi sem fullnægir kröfum ISO 9001 staðalsins.