L14-1.2. Gæðatrygging

Yfirkafli: L14-1. Gæðatrygging í verkefnum - handbók

L14-1.2.1. Gæðatrygging - hugmyndafræði

Eðli þeirrar vinnu sem er framkvæmd hjá Inspectionem ehf. er þannig að skilgreining gæða í vinnu Inspectionem ehf. krefst tveggja þátta til viðbótar við hina hefðbundnu skilgreiningu í kafla L14-1.1.2. Þessir tveir þættir eru:

  • Skipuleg, skráð vinnubrögð sem tryggja að hægt sé að komast að sömu niðurstöðu við ákvarðanatöku og útreikninga við endurtekningu.
  • Notkun réttra reikniaðferða, traustar og raunhæfar ákvarðanir, meðhöndlun miðuð við þau lög, reglugerðir, staðla og viðurkennd vinnubrögð sem við eiga.

Ástæðan fyrir viðbótunum er að tilgreindar þarfir eru oft óljósar eða erfitt að finna hverjar þarfir viðskiptavinarins eru.

Trygging gæða í verkefnisvinnu Inspectionem ehf. hvílir að miklu leyti á sérhverjum starfsmanni. Færni, kunnátta, hæfni og natni hvers og eins er nauðsynleg til þess að tryggja gæði þeirra verkþátta sem viðkomandi sér um. Óháð endurskoðun á verkþáttum mun alltaf verða einungis að hluta til áhrifarík nema um endurvinnu verkþáttarins væri að ræða. Ákveðnar stjórnunarlegar kröfur eru þó gerðar til þess að skjalfesta framkvæmd hvers verkþáttar.

L14-1.2.2. Túlkun gæða

Eins og bent er á hér að ofan er þörf á túlkun gæða þar sem ekki er ávallt hægt að skilgreina gæði niðurstaðna af vinnu Inspectionem ehf. út frá gæðahugtakinu sem ISO 9001 felur í sér. Ef ofangreindar skilgreiningar eru notaðar við framkvæmd verkefna ættu gæði verkefnisins að vera tryggð og sjá verkaupa fyrir verðmætum og nothæfum upplýsingum.

“Gæði” tengd verkefnum Inspectionem ehf. eru þess vegna skilgreind sem “ferli sem framkvæmt er samkvæmt skilgreindum þörfum við að útbúa niðurstöður verkefnisins”. Á sama hátt verður skilgreiningin sem varðar eðli niðurstaðna, að “eðli ferlisins sem er notaður við að komast að niðurstöðunum”.

“Gæði” tengd verkefnum sem Inspectionem ehf. framkvæmir innihalda því þætti eins og:

  • notkun alþjóðlega viðurkenndra staðla og raunhæfrar aðlögunar að þeim við alla verkefnisvinnu

  • notkun framkvæmanlegrar og raunhæfrar hönnunar eða aðlögunar sem miðast við aðstæður í því verkefni sem um ræðir

  • kunnátta og hæfni starfsmanna sé í samræmi við þarfir verkefnisins.

L14-1.2.3. Gæðatrygging í fyrirtækinu

Inspectionem ehf. hefur gæðatryggingu sem stoðdeild heyrandi beint undir framkvæmdastjóra. Skipurit Inspectionem ehf. er sýnt hér fyrir neðan.

Skyldur gæðastjóra eru að:


  • Tryggja af hálfu stjórnenda að gæðatryggingarkerfið sé ávallt skilgreint samkvæmt lögum, reglugerðum og þörfum, að kerfið sé virkt, skilgreint og að hæfileg endurnýjun og þróun kerfisins eigi sér stað.

  • Framkvæma eftirfarandi:
    1. Vita af áætluðum breytingum á kröfum til gæðatryggingarkerfisins eða breytingum sem eru í framkvæmd, hjá yfirvöldum eða viðskiptavinum, ásamt því að eiga frumkvæði að þróun kerfisins þegar þess er þörf.
    2. Sjá til þess að trygging gæða í verkefnum sé framkvæmd í öllum verkefnum og að verklagslýsing fyrir gæðatryggingu sé útbúin, rýni sé framkvæmd og tilkynna stjórnendum ef veruleg frávik eru í framkvæmd gæðatryggingarinnar.

L14-1.2.4. Gæðatrygging í verkefnum

Til að tryggja gæði er útnefndur gæðastjóri fyrir hvert verkefni hjá Inspectionem ehf. Gæðastjóri verkefnisins þarf að vera óháður verkefninu að öðru leyti, en jafnframt hafa næga kunnáttu til þess að meta gæði verkefnisins. Ólíkt öðrum gæðastjórum þarf þessi gæðastjóri að leggja mat á tæknilegar hliðar verkefnisins. Úttektir gæðastjórans verða þó að mestu yfirborðskenndar, með stikkprufum á tæknilegum atriðum þar sem farið er ofan í útreikninga. Gæðastjóri verkefnis þarf því að hafa reynslu og kunnáttu til að meta niðurstöður útreikninga án þess að sannprófa þær.

Dæmigerð samsetning verkefnishóps er sýnd á eftirfarandi mynd.

L14-1.2.5. Rýni verkkaupa

Réttur verkkaupa til rýni er eftirfarandi :

  • Framkvæmd gæðaúttekta
  • Framkvæmd eftirlits
  • Aðgangur að gæðatryggingarskjölum og skráningum.

L14-1.2.6. Gæðatrygging undirverktaka

Inspectionem ehf. mun ávallt sjá til þess að þörfum fyrir gæðatryggingu sé framfylgt hjá undirverktökum. Annars vegar gagnvart undirverktökum sem vinna innan Inspectionem ehf. og hins vegar gagnvart undirverktökum sem vinna aðskilda hluta verkefnis í sínum eigin höfuðstöðvum.

L14-1.2.6.1. Undirverktakar sem vinna innan Inspectionem ehf.

Undirverktakar sem vinna innan Inspectionem ehf. vinna samkvæmt gæðahandbók Inspectionem ehf.

L14-1.2.6.2. Undirverktakar sem vinna í eigin höfuðstöðvum

Undirverktakar sem vinna í eigin höfuðstöðvum vinna eftir gæðakerfi sem fullnægir kröfum ISO 9001 staðalsins.