L14-1.5. Rýni og samþykki

Yfirkafli: L14-1. Gæðatrygging í verkefnum - handbók

L14-1.5.1. Rýni

L14-1.5.1.1. Gæðatrygging og gæðastjórnun

Eins og fram kemur í lið L14-1.1.2 og L14-1.2.1 eru tvö sjónarmið gæða í verkefnisvinnu hjá Inspectionem ehf. Bæði þessi sjónarmið þarf að rýna til þess að tryggja að fullunnin sé vinnan verðmæt fyrir viðskiptavin og nýtist honum sem best.

Eftirfarandi hafa ábyrgð gagnvart gæðastjórnun og gæðatryggingu:

  • Sá aðili sem sér um óháða gæðatryggingu.
  • Ábyrgðaraðilar verkþátta.
  • Ábyrgur verkfræðingur eða tæknimaður.

Sá aðili sem sér um óháða gæðatryggingu hefur enga daglega þátttöku í tæknilegri úrvinnslu verkefnisins. Ábyrgð hans er að tryggja að gæðatrygging verkefnisins sé í samræmi við þessa handbók.

Fyrir sérhvern verkþátt er útnefndur ábyrgðaraðili. Á meðal þess sem hann ber ábyrgð á er að tryggja að verkið sé unnið af natni og hæfni og að tryggja að viðeigandi og nauðsynleg kunnátta og hæfni sé nýtt í verkþættinum.

Ábyrgur verkfræðingur eða tæknimaður er annar aðili í verkhópnum sem ekki er daglegur þátttakandi í framkvæmd verkþáttar. Hans hlutverk er gæðastýring, í þeim skilningi að yfirfara þá vinnu sem er unnin. Venjulega er þetta verkefnisstjóri eða staðgengill verkefnisstjóra.

L14-1.5.1.2. Rýni

Staðfestingareyðublaðið (sjá V14-3) sem er gefið út reglulega af verkefnisstjóra fyrir hvern verkþátt verkefnisins er einn af mikilvægustu þáttum gæðatryggingarinnar. Eyðublöðin innifela reglulega rýni á innihaldi og framvindu af óháðum gæðastjórum fyrir hvern verkþátt. Sá aðili sem sér um óháða gæðatryggingu rýnir úrvinnslu verkefnisins sem heildar með tilliti til bæði verkefnisstjórnunar og tæknilegs innihalds og framkvæmir ítarlegt eftirlit á stikkprufum.

Rýni á drögum og lokagögnum er byggð á verklagi við gæðastjórnun Inspectionem ehf.

L14-1.5.2. Undirbúningur rýnis

Áætlun um rýni er yfirleitt sett upp í tilboði. Þegar samningur hefur verið gerður er áætlun um rýni tekin inn í verkáætlunina og nánar skilgreind. Þau atriði sem eru rýnd eru:

  • Áætlun verkefnisins.
  • Drög að niðurstöðum.
  • Endanlegar niðurstöður og gagnagerð.
  • Drög að og endanleg gögn.

L14-1.5.3. Rýni á undirverktökum

Undirverktakar útnefna ábyrgan aðila fyrir verkþætti með tilheyrandi skyldum.

Rýni er framkvæmd á gögnum undirverktaka á sama hátt og á vinnu Inspectionem ehf. sjá lið L14-1.5.2.

L14-1.5.4. Úrbætur

Rýnin getur uppgötvað yfirsjónir eða að einhverju hafi verið sleppt eða gleymt við framkvæmd verkefnisins, sem kallar á úrbætur áður en endanleg gögn eru unnin. Slíkir þættir geta líka komið fram við rýni viðskiptavinar.

Hugsanlegar úrbætur eru t.d.

  • Atriði sem þarf að fara betur yfir til þess að ljúka mati.
  • Ætlanir sem þarf að skoða betur til að staðfesta eða sem valda breyttri ætlun.
  • Viðbótar upplýsingar sem þarf að taka tillit til.

Það er á ábyrgð verkefnisstjóra að tryggja að allar viðeigandi úrbætur séu gerðar áður en endanleg gögn eru samþykkt.

L14-1.5.5. Samþykkt gæðatryggingar

Það er ábyrgð verkefnisstjóra að samþykkja verkefnisgögn þar innifalin gögn sem snerta gæði vinnunnar. Þetta samþykki er byggt á eftirfarandi:

  • Yfirferð á hverjum verkþætti.
  • Rýni og úrbætur.

Stutt minnisblað sem lýsir gæðatryggingu og þeim aðgerðum sem hafa verið gerðar vegna gæðatryggingar ásamt samþykkt gæðatryggingar er geymt hjá verkefnisgögnum í skjalsafni.