L14-1.1. Inngangur

Yfirkafli: L14-1. Gæðatrygging í verkefnum - handbók

L14-1.1.1. Markmið

Tilgangur þessarar handbókar er að lýsa verklagi til að tryggja gæði í verkefnum hjá Inspectionem ehf.

Handbókin tekur til skoðunarstofunnar Inspectionem ehf.

Handbókin á að vera leiðarvísir fyrir gæðatryggingarvinnu í öllum verkefnum sem Inspectionem ehf. tekur að sér.

L14-1.1.2. Skilgreiningar


  • Gæði

    Sameiginlegt heiti yfir alla þá eiginleika einingar sem ákvarða getu hennar til að uppfylla tilgreindar og ótilgreindar þarfir


  • Gæðatrygging

    Allar skipulegar og kerfisbundnar aðgerðir sem ráðist er í innan gæðakerfisins eru sýndar og útskýrðar eins og nauðsynlegt er, til að vekja nægilegt traust á því að eining muni uppfylla gæðakröfur


  • Gæðastýring

    Starfsaðferðir og starfsemi sem miða að því að uppfylla kröfur um gæði


  • Verklagsregla

    Tiltekin aðferð til að inna af hendi starfsemi


  • Gæðakerfi

    Stjórnskipulag, skipting ábyrgðar, verklagsreglur, ferli og aðföng sem nauðsynleg eru til að koma á gæðastjórnun.


  • Gæðaúttekt

    Kerfisbundin athugun, unnin af óháðum aðilum, sem hefur þann tilgang að skera úr um hvort starfsemi sem miðar að gæðum og niðurstöður slíkrar starfsemi séu í samræmi við það skipulag sem áætlað var og hvort skipulagið sé virkt og henti til þeirra nota sem því var ætlað


  • Sannprófun

    Staðfesting með athugun og með því að leggja fram hlutlægar sannanir á því að tilteknum kröfum hafi verið fullnægt


  • Verktaki

    Birgir í samningsbundnum viðskiptum


L14-1.1.3. Uppbygging

Kafli L14-1.3 lýsir hugmyndafræði gæðatryggingar Inspectionem ehf. Trausta stjórnunarferla þarf fyrir alla vinnu sem fram fer til að tryggja að gæðum sé skilað.
Stjórnunarferlunum er lýst í kafla L14-1.3, kafli L14-1.4 kynnir almennar leiðbeiningar fyrir framkvæmd gæðatryggingar. Kafli L14-1.5 fjallar um úttektir og samþykkt verkáætlana og skjala.