3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

Aftur í: 3. HLUTI FAGGILDING, EFTIRLIT OG ÚTTEKTIR

3.7.1. gr.] 1) Framkvæmd áfangaúttekta

Áfangaúttektir skulu gerðar á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem [byggingarstjóri eða ]2) eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, [lög um byggingarvörur og reglugerðir sem settar eru skv. þeim,]1) lög um mannvirki og ákvæði þessarar reglugerðar [á grundvelli ákvæða skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1) .
[Byggingarstjóri annast áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþátturinn er tilbúinn til úttektar.
Leyfisveitandi getur ákveðið ef þörf er á, t.d. ef fram koma alvarlegar eða ítrekaðar athugasemdir í stöðuskoðun eða vegna vanrækslu byggingarstjóra, að hann sjálfur, eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir skv. 2. mgr. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra áfangaúttekta sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Úttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar skilgreint úrtak innan ákveðins verkþáttar. Niðurstöður áfangaúttekta skal skrá í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynna eftirlitsaðila um lok úttektarskyldra verkþátta og fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Ef ákveðið hefur verið að áfangaúttektir séu gerðar af hálfu eftirlitsaðila skal byggingarstjóri óska eftir úttekt með minnst sólarhrings fyrirvara.
Byggingarstjóri skal skrá niðurstöður áfangaúttekta í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Honum er skylt að vera viðstaddur allar áfangaúttektir. Ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna
veikinda, getur byggingarstjóri veitt aðila með starfsleyfi byggingarstjóra skýrt og afmarkað umboð til að mæta í eða annast tilteknar áfangaúttektir. Iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað skal vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði og undirrita úttekt nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.]2)

[Sé gerðar athugasemdir í skoðunarskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt verði úr og úttekt endurtekin. []2)]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 12. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.2. gr.]1) Áfangaúttektir vegna sérstakra eða óvenjulegra framkvæmda o.fl .

Ef um sérstakar eða óvenjulegar framkvæmdir er að ræða eða nýja byggingartækni við framkvæmdina sem krefst annars fyrirkomulags áfangaúttekta en venjulega getur leyfisveitandi gert kröfu um aðferðafræði og fyrirkomulag við framkvæmd úttekta sem hann telur henta vegna viðkomandi framkvæmdar .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

3.7.3. gr.]1) [Stöðuskoðanir leyfisveitanda]2)

[Leyfisveitandi getur gert stöðuskoðun í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur. Leyfisveitandi skal taka mið af stærð, umfangi og áhættu einstakra framkvæmda við mat á tíðni stöðuskoðana.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]2)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 13. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.4. gr.]1) Áfangaúttektir

[Byggingarstjóri skal skrá fyrirhugaða áfangaúttekt í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) með að minnsta kosti fjögurra klukkustunda fyrirvara.]2)
Áfangaúttektar skal óskað við eftirlitsaðila með minnst sólarhrings fyrirvara. Eftirtaldir verkþættir mannvirkjagerðar skulu teknir út með áfangaúttektum:
a. Jarðvegsgrunnur, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu í slíkan grunn, þ.m.t. plötupróf .
b. Uppsláttur og bending undirstöðuveggja .
c. Lagnir í grunni, þ.m.t. rör fyrir heimtaugar rafmagns- og fjarskiptakerfa áður en þær eru huldar .
d. Frágangur raka- og vindvarnarlaga .
e. Grunnur, áður en botnplata er steypt .
f. Uppsláttur og bending allra steyptra byggingarhluta .
g. Uppbygging veggjagrinda burðarveggja, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
h. Uppbygging léttra gólfa og festingar þeirra áður en klætt er .
i. Uppbygging þaka, loftun, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
j. Frágangur klæðningar þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.m.t. festingar, negling þakjárns og annar tilsvarandi frágangur .
k. Frágangur ystu klæðningar veggja, þ.m.t. festingar og loftun .
l. Uppbygging og frágangur eldvarnarveggja .
m. Uppbygging og frágangur niðurhengdra lofta og frágangur vegna eldvarna .
n. Frágangur, gerð og þykkt varmaeinangrunar .
o. Frágangur vegna hljóðeinangrunar .
p. Neysluvatns-, hitavatns-, hita-, gas-, gufu-, þrýsti- og kælikerfi ásamt einangrun þeirra, þrýstiprófun og frágangur vegna eldvarna .
q. Frárennslislagnir innanhúss ásamt eldvörnum og hljóðeinangrun þeirra .
r. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfi utanhúss .
s. Stokkalagnir og íhlutar þeirra fyrir loftræsi- og lofthitunarkerfi ásamt varma- og eldvarnareinangrun og allur tilheyrandi frágangur vegna eldvarna og hljóðeinangrunar .
t. Tæki og búnaður loftræsi- og lofthitunarkerfa .
u. Þættir er varða eldvarnir sem verða huldir þannig að úttekt þeirra sé ekki framkvæmanleg við öryggis- eða lokaúttekt .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 14. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

3.7.5. gr.]1) Vanræksla og önnur sambærileg háttsemi

Komi við úttekt í ljós vanræksla byggingarstjóra og/eða iðnmeistara eða háttsemi af þeirra hálfu sem fer í bága við ákvæði laga um mannvirki og reglugerð þessarar ber leyfisveitanda að skrá málsatvik og feril 33 málsins í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2). Leyfisveitanda ber að tilkynna [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) formlega um slík brot. Áður en tilkynning er send [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ásamt gögnum málsins skal byggingarfulltrúi gefa viðkomandi byggingarstjóra eða iðnmeistara kost á að koma að sínum sjónarmiðum og athugasemdum.
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar, t.d. á grundvelli skráninga í gagnasafn stofnunarinnar eða ytri kvartana, hvort byggingarstjóri og/eða iðnmeistari hafi vanrækt hlutverk sitt skv. reglugerð þessari.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ber í kjölfar tilkynninga [eða skráninga]1) skv. 1. mgr. að yfirfara öll málsatvik og getur eftir atvikum áminnt viðkomandi aðila eða svipt hann starfsleyfi eða löggildingu eftir því sem við á í samræmi við ákvæði 57. gr. laga um mannvirki .
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) setur leiðbeiningar um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.