6. Valdsvið og ábyrgð

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:49

Yfirlit

6.1. Valdsvið

Öllu starfsfólki er falið það vald sem þeir þurfa til að geta sinnt þeim störfum sem þeir bera ábyrgð á. Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu ábyrgðir sem fylgja hverju starfi og sem er nánar lýst í verklagsreglum.
Allir starfsmenn bera jafna ábyrgð og hafa jöfn völd til að benda á frávik og hugsanlegar umbætur. Einnig ber starfsmönnum að skrá frávik þannig að hægt sé að koma við úrbótum, bæði í því skyni að ráða bót á frávikum þegar þau koma upp og til að fyrirbyggja endurtekningu.
Framkvæmdastjóri rýnir stöðugt stöðu fyrirtækisins til þess að tryggja að starfsfólk, búnaður og efniviður sé tiltækur til að uppfylla þarfir viðskiptavinarins.

6.2. Ábyrgð

6.2.1. Framkvæmdastjóri

  • Á sæti í gæðaráði og samþykkir gæðakerfið
  • Fer með rýni stjórnenda
  • Ber ábyrgð á hönnunarstýringu
  • Ber ábyrgð á samningum og eftirlit með þeim
  • Stjórnar og samræmir tilboðsgerð og sölu á þjónustu
  • Ber ábyrgð á samningsrýni
  • Sér um áætlanagerð og skipulagningu fyrirtækisins
  • Ber ábyrgð á eftirliti með fjárhag, reikningum og verkbirgðum
  • Ber ábyrgð á dreifingu verkbirgða
  • Sér um daglegan rekstur
  • Starfsmannamál

6.2.2. Gæðastjóri

  • Sér um áætlanagerð og skipulagningu gæðakerfisins
  • Ber ábyrgð á úrlausnum frávika í gæðakerfinu
  • Ber ábyrgð á eftirliti og viðhaldi gæðakerfisins
  • Ber ábyrgð á stýringu skjala og gagna í gæðakerfinu
  • Skilgreinir þarfir varðandi prófanir og viðhald

6.2.3. Tæknilegur stjórnandi

  • Sér um áætlanagerð og skipulagningu skoðana
  • Ber ábyrgð á að viðhalda verklagi vegna skoðana
  • Ber ábyrgð á eftirliti og viðhaldi verklagsreglna og eyðublaða vegna skoðana
  • Á sæti í gæðaráði og samþykkir gæðakerfið

6.2.4. Starfsmenn

  • Sjá um eftirlit með framkvæmd prófana og viðhalds á tækjum og búnaði
  • Bera ábyrgð á verkefnastjórnun
  • Bera ábyrgð á skráningu og rýni á breytingum á samningum
  • Bera ábyrgð á framkvæmd verkefna
  • Bera ábyrgð á verkefnaöflun
  • Bera ábyrgð á þjálfun
  • Bera ábyrgð á vali á birgjum og innkaupum
  • Bera ábyrgð á eftirliti með gæðum aðfanga
  • Bera ábyrgð á frágangi skýrslna
  • Bera ábyrgð á vöruþróun, nýsköpun og mati á nýsköpun
  • Bera ábyrgð á hönnun sem felst í verkefnum
  • Bera ábyrgð á skráningu verknúmera og skýrslunúmera
  • Bera ábyrgð á tímaskráningu

Tilvísanir