Aftur í: 8. HLUTI. BURÐARÞOL OG STÖÐUGLEIKI
[SSement, steinsteypa og steinsteypuvirki skulu uppfylla ákvæði laga um byggingarvörur, íslenskra þolhönnunarstaðla, sbr. 8.2.1. gr. og staðlanna ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620, ÍST EN 206 og ÍST EN 13670.]1)2)
1) Rgl. nr. 666/2016, 4. gr .
2) Rgl. nr. 669/2018, 6. gr.
Sement, steinefni, íblendiefni, íaukar og önnur hlutefni í steinsteypu skulu uppfylla viðeigandi tækniákvæði, sbr. 8.3.1. gr. Steinefni á markaði til steypugerðar skal jafnframt uppfylla aðrar kröfur sem fram koma í þessum kafla. Steinefni framleitt til eigin nota til steypugerðar skal uppfylla sömu efniskröfur, þó ekki sé þar gerð krafa um CE-merkingu .
Gæðamat steinsteypu skv. 8.3. kafla skal unnið af faggiltri rannsóknastofu á viðkomandi sviði eða óháðri rannsóknastofu með sérþekkingu á viðkomandi sviði sem hefur hlotið viðurkenningu [umhverfis- og auðlindaráðherra skv. ákvæðum 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur.]1) 1) Rgl. nr. 666/2016, 5. gr .
Steinefni til steinsteypugerðar skal vera prófað með tilliti til alkalívirkni. Það telst óvirkt ef þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því og háalkalísementi, t.d. hreinu íslensku Portlandsementi, er minni en:
a. 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227 eða
b. 0,20% eftir 14 daga samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-2 .
Ef steinefni reynist virkt eftir prófun er heimilt að leyfa notkun þess ef annað eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:
a. Þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri sementstegund, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227. Þó skal miða við 0,08% eftir 12 mánuði ef um kísilryksblandað sement er að ræða (kísilryk yfir 5%) .
b. Þensla steypustrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri blöndu af steinefni og sementi, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-3 .
Efnissali steinefna og eftir atvikum steinsteypu skal reglulega láta óháða og viðurkennda rannsóknastofu prófa steinefni og geta lagt fram skriflegt vottorð um:
a. Hvort viðkomandi steinefni sé virkt eða óvirkt skv. 8.3.3. gr .
b. Ef steinefni reynist virkt þá þarf steypuframleiðandi að sanna að sú blanda af steinefni og sementi sem nota skal sé innan leyfilegra marka skv. 8.3.4. gr .
Tíðni prófana á steinefnum skal ákvörðuð í samráði við viðkomandi rannsóknarstofu, sbr. 1. mgr .
Vegna hættu á alkalívirkni og tæringarhættu bendistáls eða annarra málma skal steinefni til notkunar í benta steinsteypu hafa minna saltinnihald í hverju kg af þurrum sandi (kornastærð < 4 mm) en 0,036% af klóríði og minna en 0,012% af klóríði í hverju kg af þurrum sandi til notkunar í steypu með spenntu bendistáli .
Samsetning fylliefna skal vera þannig að hámark 10% lendi í flokki 3 þegar flokkað er eftir berggreiningakerfi skv. ÍST EN 932-3 og Rb-blaði um berggreiningu í samræmi við þann staðal, nema prófanir sýni fram á að veðrunarþol sé í lagi .
Í útisteypu, sem verður fyrir veðrunaráhrifum en er að mestu laus við saltáhrif, skal sementsmagn vera a.m.k. 300 kg í hverjum rúmmetra af steinsteypu. Vatnssementstala (v/s) skal vera minni en 0,55. Blendiloft skal vera a.m.k. 5% mælt rétt fyrir niðurlögn .
Ef steypu er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu. Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. a.m.k. 7% .
Steypuframleiðandi skal auk þess sem greinir í 1. mgr. sýna fram á að steypan uppfylli kröfur um frostþol samkvæmt 7. gr. í staðlinum SS 13 72 44. Meðalflögnun sýna skal vera minni en 1,00 kg/m² eftir 56 frostþýðusveiflur (m56) jafnframt því sem hlutfallið m56/m28 skal vera minna en 2 .
Í útisteypu, sem verður fyrir miklum veðrunaráhrifum og verulegum saltáhrifum, skal sementsmagn vera a.m.k. 350 kg í hverjum rúmmetra af steinsteypu. Vatnssementstala (v/s) skal vera minni en 0,45. Blendiloft skal vera a.m.k. 5% mælt rétt fyrir niðurlögn .
Ef steypu er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu. Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. 7% .
Steypuframleiðandi skal auk þess sem greinir í 1. mgr. sýna fram á að steypan uppfylli kröfur um frostþol samkvæmt 7. gr. í staðlinum SS 13 72 44. Meðalflögnun sýna skal vera minni en 1,00 kg/m² eftir 56 frostþýðusveiflur (m56) jafnframt því sem hlutfallið m56/m28 skal vera minna en 2 .
Við útreikning á vatnssementstölu (v/s) er ekki heimilt að beita hvatastuðli á kísilryk .
[Heimild steypustöðvar til að framleiða steinsteypu til notkunar í mannvirkjum skv. reglugerð þessari er háð því að viðkomandi rekstraraðili hafi gefið út yfirlýsingu um nothæfi steinsteypunnar samkvæmt ákvæðum III. kafla laga um um byggingarvörur á grundvelli jákvæðrar umsagnar óháðrar rannsóknarstofu sem umhverfis- og auðlindaráðherra viðurkennir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur. Leyfisveitandi skal gæta þess að yfirlýsing um nothæfi og jákvæð umsögn um steypustöð liggi fyrir vegna mannvirkjagerðar í hans umdæmi.]1) Ef steinsteypa uppfyllir ekki kröfur gæðamats sbr. 8.3.1. til 8.3.9. gr. skal leyfisveitandi banna notkun hennar uns úr hefur verið bætt og tilkynna það til [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) .
1) Rgl. nr. 666/2016, 6. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
Byggingarfulltrúi getur í þeim tilvikum þar sem ekki er fyrir steypustöð sem uppfyllir ákvæði 8.3.10. gr .heimilað öðrum framleiðslu á steinsteypu vegna [einstaks tiltekins mannvirkis, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 9 .
gr. laga um byggingarvörur]1), að því tilskildu að öllum eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a. Viðkomandi mannvirkjagerð er ekki umfangsmikil .
b. Við hönnun burðarvirkis sé ekki gengið út frá hærri styrkleikaflokki steypu en C20/25 skv. íslensku þolhönnunarstöðlunum, sbr. 8.2.1. gr .
c. Einungis viðurkennd steypuefni séu notuð, sbr. 8.3.2. gr .
d. Sementsmagn sé a.m.k. 350 kg í hvern rúmmetra af steinsteypu .
e. Vatnssementstala (v/s) sé ekki hærri en 0,45 .
f. Blendiloft steypunnar við niðurlögn sé a.m.k. 5% .
Ef steypu sem gerð er skv. þessari grein er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu .
Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. a.m.k. 7% .
[Heimild til steypugerðar skv. þessari grein skal vera skrifleg og bundin við einstaka tilgreinda framkvæmd, enda séu einnig uppfyllt önnur skilyrði 1. eða 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga um byggingarvörur.]1) Þá skal heimildin einnig bundin við notkun tilgreindra steypuefna .
1) Rgl. nr. 666/2016, 7. gr .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.