8. HLUTI. BURÐARÞOL OG STÖÐUGLEIKI

Aftur í: Efnisyfirlit

8.1. KAFLI. Markmið og almennar kröfur

8.1.1. gr .Markmið

Hús og önnur mannvirki skulu ávallt gerð úr haldgóðum byggingarefnum, þola íslenskt veðurfar og þá áraun sem ætla má að þau verði fyrir. Burðarvirki mannvirkis skal vera fullnægjandi að gerð, þannig að mannvirkið sjálft eða einstakir berandi hlutar þess hvorki sígi óeðlilega né hrynji og komið sé í veg fyrir að formbreytingar verði umfram heimil mörk .
Tryggja skal fullnægjandi stöðugleika allra þátta mannvirkja á byggingartíma og koma skal í veg fyrir möguleg skaðleg áhrif á mannvirki af völdum veðurs. Steypumót, vinnupallar, stoðir, afstífingar o.s.frv., skulu því ávallt hafa fullnægjandi styrk .

8.1.2. gr .Stöðvun framkvæmda

Ef forsendur er varða burðarþol mannvirkja breytast á byggingartíma, t.d. vegna frosta, vatnsaga, jarðskjálfta, eldsvoða eða annarra ófyrirséðra atvika, skulu byggingarframkvæmdir stöðvaðar. Skulu framkvæmdir eigi hafnar að nýju fyrr en leyfisveitandi heimilar, þá að undangenginni rannsókn og fullnægjandi úrbótum í samræmi við eðli málsins .

8.1.3. gr .Breyting á þegar byggðu mannvirki eða breytt notkun

Við lagfæringu á burðarvirki, breytingu á þegar byggðu mannvirki, viðbyggingu við það eða við breytta notkun þess skal burðarvirkishönnuður staðfesta með undirritun á aðaluppdrátt að burðarþol mannvirkisins sé fullnægjandi. Slík staðfesting skal fela í sér eftirfarandi:
a. Við breytta notkun mannvirkis skal burðarvirkishönnuður staðfesta að burðarþol þess fullnægi öllum þeim kröfum sem gerðar eru til burðarþols vegna hinnar nýju notkunar skv. ákvæðum laga um mannvirki, þessarar reglugerðar og þeirra staðla sem hún vísar til .
b. Sé minniháttar breyting gerð á þáttum er varða burðarvirki í þegar byggðu mannvirki, þ.e. þegar breyting varðar ekki meginburðarvirki, skal burðarvirkishönnuður staðfesta að burðarþolið eftir breytinguna sé fullnægjandi miðað við kröfur sem giltu þegar mannvirkið var reist og að breytingin hafi ekki leitt til þess að burðarþol mannvirkisins eða einstakra hluta þess sé skert .
c. Séu gerðar breytingar eða lagfæringar á þáttum er varða burðarvirki í þegar byggðu mannvirki, þ.e .
aðrar en þær sem falla undir b-lið, skal burðarvirkið sem breytt er eða lagfært fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til burðarþols skv. ákvæðum laga um mannvirki, þessarar reglugerðar og þeirra staðla sem hún vísar til .
d. Sé byggt við mannvirki, hluti þess eða heild endurnýjuð eða burðarvirki breytt ber hönnuði að staðfesta að burðarvirki hinnar nýju, breyttu eða endurnýjuðu þátta fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til burðarþols vegna þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er í mannvirkinu skv. ákvæðum laga um mannvirki, þessarar reglugerðar og þeirra staðla sem hún vísar til. Jafnframt skal staðfest að breytingin hafi ekki leitt til skerðingar á burðarþoli annarra þátta mannvirkisins .

8.1.4. gr .Undirstöður

Undirstöður mannvirkja skulu standa á föstum burðarhæfum botni, klöpp eða burðarhæfum og frostþolnum jarðvegi. Þær skulu þannig hannaðar og byggðar að ekki geti orðið tjón af völdum hreyfinga í jarðvegi, t.d. vegna sigs eða frostlyftinga. Á jarðskjálftasvæðum skal sérstaklega tekið tillit til þeirra skjálftahreyfinga sem verða í jarðvegi af völdum jarðskjálfta .
Liggi ekki fyrir staðfesting á því að jarðvegur sé frostþolinn skulu undirstöður mannvirkis ná niður á frostfrítt dýpi, þ.e. 1,2 - 2,0 m niður fyrir endanlegt jarðvegsyfirborð við útveggi .
Ef undirstöður mannvirkja eiga að hvíla á fyllingu skal byggingarstjóri leggja fram fullnægjandi gögn frá faggiltri rannsóknarstofu á viðkomandi sviði eða rannsóknarstofu sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) viðurkennir um burðarþolsprófun fyllingarinnar sem staðfestir að fyllingin þoli þá áraun sem henni er ætlað að þola .
Undirstöður mannvirkja skulu vera úr varanlegu efni og skal breidd þeirra valin í samræmi við burðarþol jarðvegs og það álag sem þær eiga að bera. Þær skulu þola þá veðrun og/eða hrörnum sem gera má ráð fyrir að þær verði fyrir á endingartíma mannvirkis .
Þar sem annað efni en steinsteypa er notað í undirstöður mannvirkja eða þar sem breidd undirstöðu er minni en 200 mm skal hönnuður ávallt rökstyðja á uppdrætti fullnægjandi styrk og endingu undirstaða .
Undirstöður mannvirkja skulu ganga minnst 300 mm undir neðri brún botnplötu eða 300 mm undir yfirborð frágengins jarðvegs og skal sá kostur valinn sem gefur dýpri undirstöðu .
Á uppdrætti af undirstöðum skal hönnuður rita hvert sé nafnálag á undirstöðujarðveg. Við mat á nafnálagi skal þess gætt að burðarminni jarðvegur liggi ekki dýpra .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

8.1.5. gr .Jarðtæknileg rannsókn

Leyfisveitandi getur ávallt krafist þess að gerð verði sérstök jarðtæknileg rannsókn af hálfu viðurkennds aðila á sigeiginleikum og styrkleika jarðvegs .
Ef byggt er upp að mannvirki skal þess gætt að undirstöður þess raskist ekki og skal leyfisveitandi krefjast þess að gerð sé jarðtæknileg rannsókn sem og sérstakar ráðstafanir ef niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þeirra sé þörf .

8.2. KAFLI. Burðarvirki

8.2.1. gr .Almennt

Burðarvirki mannvirkja skulu reiknuð og hönnuð þannig að þau geti með öryggi staðist það álag, bæði stöðufræðilegt og hreyfifræðilegt, sem þau kunna að verða fyrir .
Um hönnun og útreikninga á grundun og burðarvirkjum gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar (Eurocodes) ásamt íslenskum þjóðarviðaukum .

8.2.2. gr .Festingar

Festingar sem notaðar eru í byggingar, s.s. upphengd loft, flísar á veggi utanhúss og loft, loftklæðningar, útveggjaklæðningar o.þ.h., skulu reiknaðar og hannaðar þannig að þær geti með öryggi staðist það álag, bæði stöðufræðilegt og hreyfifræðilegt, sem þær kunna að verða fyrir .
Tryggja skal að styrkur og efnisgæði festinga og þess byggingarhluta sem þeim er ætlað að halda sé fullnægjandi og endist fyrirhugaðan líftíma viðkomandi byggingarhluta .
Við hönnun festinga skal taka tillit til þess að hætta er á tæringu við snertingu við rakadræg byggingarefni eða eðlari málma þegar raki er til staðar. Forðast skal tvímálma tengingar þegar hætta er á raka í umhverfinu nema einangrað sé á milli snertiflata málmanna .

8.2.3. gr .Formbreytingar og óvenjulegt álag

Þess skal gætt að svignun eða færslur í burðarvirkjum séu innan hæfilegra marka, þó aldrei meiri en 8.2.4. og 8.2.5. gr. kveða á um .
Gæta skal þess sérstaklega að formbreytingar einstakra byggingarhluta valdi ekki skemmdum á öðrum byggingarhlutum, rýri ekki notagildi og valdi ekki útlitsgöllum eða vanlíðan fólks .
Ef mannvirki er óvenjulegt eða búast má við að mannvirki geti orðið fyrir óvenjulegu ytra eða innra álagi getur byggingarfulltrúi krafist aukinna útreikninga á burðarvirki .

8.2.4. gr .Svignun burðarvirkja

Við útreikninga á svignun og hliðarfærslu burðarvirkja skal stuðst við eftirfarandi flokkun bygginga:
a. Flokkur A: Þar sem strangar kröfur eru gerðar til útlits og notagildis m.t.t. stífleika, t.a.m .
íbúðarhúsnæði, skrifstofur, opinberar byggingar og frístundahús .
b. Flokkur B: Þar sem meðalkröfur eru gerðar til útlits og notagildis m.t.t. stífleika, t.a.m .
iðnaðarhúsnæði, verkstæði og vörugeymslur .
c. Flokkur C: Þar sem litlar kröfur eru gerðar til útlits og notagildis m.t.t. stífleika, t.a.m .
iðnaðarhúsnæði (gróf vinna), verkstæði (gróf vinna), vörugeymslur og landbúnaðarbyggingar, þ.m.t .
gróðurhús .
Svignun burðarvirkja og annarra byggingarhluta skal vera minni en fram kemur í töflu 8.01 .

[Tafla 8.01 Kröfur um hámarksformbreytingar byggingarhluta (1) .

Flokkur/álag Þök/loftplötur (2) Gólfplötur (3) Veggir (innog útveggir) (4) Bitar og gólfplötur sem bera lóðrétt burðarvirki Stórar hurðir > 3 m á breidd Glugga póstar/ karmar (5) (lengri kantur á rúðu) Handrið (6)
A Heildarálag L/200 L/250 og (20 mm)L/200 L/400 og 20 mm -L/300 og 8 mm  
 Hreyfanlegt álag L/400 L/500 og (20 mm) L/400L/500 og 15 mm L/200 L/300 og 8 mmL/75 og 16 mm 
B HeildarálagL/200 L/200 og (35 mm)L/200 L/300 og 35 mm-L/300 og 8 mm  
 Hreyfanlegt álag L/300 L/400 og (35 mm)L/300 L/400 og 35 mm L/150 L/300 og 8 mm L/75 og 16 mm
C Heildarálag L/150 L/150 L/150 L/200-L/300 og 8 mm  
 Hreyfanlegt álagL/200 L/300 L/200 L/300 L/150 L/300 og 8 mm L/75 og 16 mm
L = Haflengd burðareiningar
(1) Hámarkssvignun er efnisháð og því þarf hönnuður að sýna fram á að efnið þoli þá svignun sem hér er leyfð .
(2) Ef gert er ráð fyrir umferð fólks á þaki gildir formbreytingarkrafan um gólfplötur fyrir þakið/loftplötuna. Einnig ber að tryggja nægan þakhalla eða nægan stífleika þaks og þá þannig að ekki sé hætta á að vatn sitji á þaki vegna formbreytinga þess .
(3) Þegar reiknuð formbreyting gólfplötu er meiri en 20 mm fyrir mannvirki í flokki A eða meiri en 35 mm fyrir mannvirki í flokki B ber hönnuði að leggja fram rökstuðning sem sýni að reiknuð formbreyting muni ekki valda skaða á öðrum byggingarhlutum s.s .innveggjum, né valda óþægindum s.s. vegna titrings .
(4) Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði gagnvart innveggjum úr einföldu gleri og miða þar við að formbreyting geti að hámarki orðið L/70 og mest 25 mm enda sé eftirfarandi uppfyllt:

a. Allur frágangur og tengingar milli glerskífa skal vera þannig að tryggð sé full samverkun svo ekki skapist slysahætta ef þær svigna undan álagi, s.s. að ekki sé hætta á að fólk geti klemmt sig þegar skífur ganga á misvíxl undan álagi .

b. Glergerð skal valin í samræmi við grein 8.5.2. og þannig að ekki sé hætta á glerskurðarslysum við brot .

d. Framleiðandi glersins staðfesti að glerið sé framleitt til að þola framangreinda formbreytingu .

(5) Hámarkssvignun miðast við að formbreyting hvers kants á rúðu verði aldrei meiri en L/300 og aldrei meiri en 8 mm. Gagnvart glerveggjum gildir einnig ákvæðið um formbreytingar veggja. Gagnvart glerþökum gildir einnig ákvæðið um formbreytingar þaka .
(6) Efnisval og hönnun handriða skal vera þannig að ekki sé hætta á stökku broti við skilgreint álag .

]1) Um töflu 8.01 gildir eftirfarandi:
a. Nota skal sama kröfuflokk fyrir heildarálag og hreyfanlegt álag .
b. Í töflunni koma fram lágmarkskröfur. Í vissum tilvikum getur verið nauðsynlegt að gera mun meiri kröfur en fram koma í töflunni, s.s. vegna innréttinga og/eða starfsemi sem fer fram í húsnæðinu .
Nefna má sem dæmi húsnæði þar sem miklar kröfur eru gerðar um útlit og t.d. einnig vörugeymslur með sjálfvirkum flutningsbúnaði o.fl .
c. Svignun vegna heildarálags felur í sér öll tímaháð áhrif .
d. Þegar um hreyfanlegt álag er að ræða er miðað við skammtímaáhrif. Svignun byggingarhluta undan hreyfanlegu álagi miðast alltaf við jafnvægisstöðu byggingarhluta án hreyfanlegs álags .
e. Nota skal aðeins einn kröfuflokk í hverri byggingu. Þó er heimilt í sérstökum tilvikum að nota tvo kröfuflokka, t.d. ef skrifstofubygging og vörulager eru sambyggð .
Svignun útstæðra byggingarhluta annarra en handriða skal ekki vera meiri en 40% yfir gildum í töflu 8.01 .
Mesta svignun léttra bita og léttra gólfa vegna skammtíma punktálags, P = 1,0 kN, má ekki fara yfir gildi sem fram koma í töflu 8.02 .

Tafla 8.02 Kröfur um hámarkssvignun vegna skammtíma punktálags .

Flokkur A1,0 mm
Flokkur B2,0 mm
Flokkur C3,0 mm

1) Rgl. nr. 350/2013, 44. gr .

8.2.5. gr .Hliðarfærsla og titringur burðarvirkja

Hliðarfærsla burðarvirkis vegna vindálags eða annarra orsaka skal vera minni en fram kemur í töflu 8.03 .

Tafla 8.03 Hámarkshliðarfærsla .

Flokkur Einnar hæðar byggingar og einstakar hæðir Fjölhæða byggingar (fjórar hæðir og hærri)
 Ekki sérstök greinargerð um formbreytingar Sérstök greinargerð um formbreytingar*Ekki sérstök greinargerð um formbreytingar Sérstök greinargerð um formbreytingar*
AH/400 H/250 H0/500 H0/350
BH/350 H/150 H0/500 H0/300
C H/300 H/100 H0/500 H0/200
H = Hæð einstakra hæða í byggingu .
H0 = Heildarhæð byggingar .
* Í greinargerð skal sýna að burðarvirkið og byggingin í heild þoli formbreytinguna með hliðsjón af 8.2.3. gr .

Við notkun töflu 8.03 skal miða við þær skýringar sem fram koma í töflu 8.01, eftir því sem við á .
Lóðréttur færslumunur milli aðliggjandi undirstaða samfelldrar, láréttrar burðareiningar vegna sigs eða annarra samsvarandi hreyfinga undirstaðanna, t.d. hitaþenslu, skal vera minni en 15 mm á hverju bili en þó undir L/300 .
Fyrir hallandi burðareiningar gilda samsvarandi kröfur og fram koma í töflum 8.01 og 8.03 .
Hönnuði ber að tryggja að hegðun bygginga og burðarhluta vegna titrings sé ásættanleg með þægindi notenda í huga og virkni byggingarinnar eða einstakra hluta hennar, sbr. ákvæði ÍST EN 1990 .

8.2.6. gr .Slagregnsprófun glugga

Glerjaðir gluggar skulu slagregnsprófaðir samkvæmt ÍST EN 1027. Gluggi skal standast prófunarálag sem er að lágmarki 1100 Pa .

8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa

8.3.1. gr .Almennt

[SSement, steinsteypa og steinsteypuvirki skulu uppfylla ákvæði laga um byggingarvörur, íslenskra þolhönnunarstaðla, sbr. 8.2.1. gr. og staðlanna ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620, ÍST EN 206 og ÍST EN 13670.]1)2)
1) Rgl. nr. 666/2016, 4. gr .
2) Rgl. nr. 669/2018, 6. gr.

8.3.2. gr .Gæðamat

Sement, steinefni, íblendiefni, íaukar og önnur hlutefni í steinsteypu skulu uppfylla viðeigandi tækniákvæði, sbr. 8.3.1. gr. Steinefni á markaði til steypugerðar skal jafnframt uppfylla aðrar kröfur sem fram koma í þessum kafla. Steinefni framleitt til eigin nota til steypugerðar skal uppfylla sömu efniskröfur, þó ekki sé þar gerð krafa um CE-merkingu .
Gæðamat steinsteypu skv. 8.3. kafla skal unnið af faggiltri rannsóknastofu á viðkomandi sviði eða óháðri rannsóknastofu með sérþekkingu á viðkomandi sviði sem hefur hlotið viðurkenningu [umhverfis- og auðlindaráðherra skv. ákvæðum 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur.]1) 1) Rgl. nr. 666/2016, 5. gr .

8.3.3. gr . Virkni steinefna .

Steinefni til steinsteypugerðar skal vera prófað með tilliti til alkalívirkni. Það telst óvirkt ef þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því og háalkalísementi, t.d. hreinu íslensku Portlandsementi, er minni en:
a. 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227 eða
b. 0,20% eftir 14 daga samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-2 .

8.3.4. gr .Virk steinefni

Ef steinefni reynist virkt eftir prófun er heimilt að leyfa notkun þess ef annað eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:
a. Þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri sementstegund, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227. Þó skal miða við 0,08% eftir 12 mánuði ef um kísilryksblandað sement er að ræða (kísilryk yfir 5%) .
b. Þensla steypustrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri blöndu af steinefni og sementi, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-3 .

8.3.5. gr .Prófanir steinefna

Efnissali steinefna og eftir atvikum steinsteypu skal reglulega láta óháða og viðurkennda rannsóknastofu prófa steinefni og geta lagt fram skriflegt vottorð um:
a. Hvort viðkomandi steinefni sé virkt eða óvirkt skv. 8.3.3. gr .
b. Ef steinefni reynist virkt þá þarf steypuframleiðandi að sanna að sú blanda af steinefni og sementi sem nota skal sé innan leyfilegra marka skv. 8.3.4. gr .
Tíðni prófana á steinefnum skal ákvörðuð í samráði við viðkomandi rannsóknarstofu, sbr. 1. mgr .

8.3.6. gr .Saltinnihald og gæði steinefna

Vegna hættu á alkalívirkni og tæringarhættu bendistáls eða annarra málma skal steinefni til notkunar í benta steinsteypu hafa minna saltinnihald í hverju kg af þurrum sandi (kornastærð < 4 mm) en 0,036% af klóríði og minna en 0,012% af klóríði í hverju kg af þurrum sandi til notkunar í steypu með spenntu bendistáli .
Samsetning fylliefna skal vera þannig að hámark 10% lendi í flokki 3 þegar flokkað er eftir berggreiningakerfi skv. ÍST EN 932-3 og Rb-blaði um berggreiningu í samræmi við þann staðal, nema prófanir sýni fram á að veðrunarþol sé í lagi .

8.3.7. gr .Útisteypa sem er að mestu laus við saltáhrif

Í útisteypu, sem verður fyrir veðrunaráhrifum en er að mestu laus við saltáhrif, skal sementsmagn vera a.m.k. 300 kg í hverjum rúmmetra af steinsteypu. Vatnssementstala (v/s) skal vera minni en 0,55. Blendiloft skal vera a.m.k. 5% mælt rétt fyrir niðurlögn .
Ef steypu er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu. Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. a.m.k. 7% .
Steypuframleiðandi skal auk þess sem greinir í 1. mgr. sýna fram á að steypan uppfylli kröfur um frostþol samkvæmt 7. gr. í staðlinum SS 13 72 44. Meðalflögnun sýna skal vera minni en 1,00 kg/m² eftir 56 frostþýðusveiflur (m56) jafnframt því sem hlutfallið m56/m28 skal vera minna en 2 .

8.3.8. gr .Útisteypa sem verður fyrir saltáhrifum

Í útisteypu, sem verður fyrir miklum veðrunaráhrifum og verulegum saltáhrifum, skal sementsmagn vera a.m.k. 350 kg í hverjum rúmmetra af steinsteypu. Vatnssementstala (v/s) skal vera minni en 0,45. Blendiloft skal vera a.m.k. 5% mælt rétt fyrir niðurlögn .
Ef steypu er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu. Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. 7% .
Steypuframleiðandi skal auk þess sem greinir í 1. mgr. sýna fram á að steypan uppfylli kröfur um frostþol samkvæmt 7. gr. í staðlinum SS 13 72 44. Meðalflögnun sýna skal vera minni en 1,00 kg/m² eftir 56 frostþýðusveiflur (m56) jafnframt því sem hlutfallið m56/m28 skal vera minna en 2 .

8.3.9. gr .Útreikningur á vatnssementstölu

Við útreikning á vatnssementstölu (v/s) er ekki heimilt að beita hvatastuðli á kísilryk .

8.3.10. gr .Heimild steypustöðvar til framleiðslu

[Heimild steypustöðvar til að framleiða steinsteypu til notkunar í mannvirkjum skv. reglugerð þessari er háð því að viðkomandi rekstraraðili hafi gefið út yfirlýsingu um nothæfi steinsteypunnar samkvæmt ákvæðum III. kafla laga um um byggingarvörur á grundvelli jákvæðrar umsagnar óháðrar rannsóknarstofu sem umhverfis- og auðlindaráðherra viðurkennir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur. Leyfisveitandi skal gæta þess að yfirlýsing um nothæfi og jákvæð umsögn um steypustöð liggi fyrir vegna mannvirkjagerðar í hans umdæmi.]1) Ef steinsteypa uppfyllir ekki kröfur gæðamats sbr. 8.3.1. til 8.3.9. gr. skal leyfisveitandi banna notkun hennar uns úr hefur verið bætt og tilkynna það til [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) .
1) Rgl. nr. 666/2016, 6. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

8.3.11. gr .Framleiðsla steinsteypu þar sem ekki er steypustöð

Byggingarfulltrúi getur í þeim tilvikum þar sem ekki er fyrir steypustöð sem uppfyllir ákvæði 8.3.10. gr .heimilað öðrum framleiðslu á steinsteypu vegna [einstaks tiltekins mannvirkis, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 9 .
gr. laga um byggingarvörur]1), að því tilskildu að öllum eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a. Viðkomandi mannvirkjagerð er ekki umfangsmikil .
b. Við hönnun burðarvirkis sé ekki gengið út frá hærri styrkleikaflokki steypu en C20/25 skv. íslensku þolhönnunarstöðlunum, sbr. 8.2.1. gr .
c. Einungis viðurkennd steypuefni séu notuð, sbr. 8.3.2. gr .
d. Sementsmagn sé a.m.k. 350 kg í hvern rúmmetra af steinsteypu .
e. Vatnssementstala (v/s) sé ekki hærri en 0,45 .
f. Blendiloft steypunnar við niðurlögn sé a.m.k. 5% .
Ef steypu sem gerð er skv. þessari grein er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu .
Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. a.m.k. 7% .
[Heimild til steypugerðar skv. þessari grein skal vera skrifleg og bundin við einstaka tilgreinda framkvæmd, enda séu einnig uppfyllt önnur skilyrði 1. eða 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga um byggingarvörur.]1) Þá skal heimildin einnig bundin við notkun tilgreindra steypuefna .
1) Rgl. nr. 666/2016, 7. gr .

8.4. KAFLI. Stál og ál

8.4.1. gr .Stál í burðarvirki

Stál sem notað er í burðarvirki skal uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 10025-2. Burðarvirkishönnuður skal skilgreina styrkleikaflokk stálsins og undirflokk þess á uppdráttum. Val á undirflokki skal m.a. taka mið af umhverfisaðstæðum, styrkleikaflokki, efnisþykkt, spennu- og streituástandi og gerð stáldeilis .

8.4.2. gr .Tæringarflokkar stáls

Stál sem nota á í byggingar skal ryðverja miðað við notkunaraðstæður, þar með talið er allt efni til festinga. Lágmarksþykkt tæringarvarna skal vera í samræmi við eftirfarandi tæringarflokkun, sjá einnig ÍST EN ISO 12944-2 varðandi tæringarvarnir almennt:
a. Tæringarflokkur 1
Aðstæður: Lágmarkstæringarhraði, t.d. þurrt rými, þ.e. minni raki en 60% HR .
Tæringarvörn: Rafsinkhúð eða málning .
b. Tæringarflokkur 2
Aðstæður: Óupphitað rakt rými, úti þar sem lítil selta og raki er .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 50 μm .
c. Tæringarflokkur 3
Aðstæður: Utanhúss þar sem raki og sjávarselta eru lítil, t.d. inn til lands norðan- og austanlands .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm .
d. Tæringarflokkur 4
Aðstæður: Úti þar sem raki og sjávarselta eru allmikil .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm. Þar sem ekki er unnt að ná 115 μm sinkþykkt skal mála ofan á sinkhúðina. Málningarþykkt skal vera a.m.k. 100-150 μm og heildarþykkt tæringarvarna um 200 μm .
e. Tæringarflokkur 5
Aðstæður: Úti þar sem raki og sjávarselta eru veruleg og/eða tærandi lofttegundir eða efni eins og SO2 (brennisteinstvíoxíð) eða H2S (brennisteinssúlfíð) eru til staðar .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm og málning ofan á sinkhúðina 150-200 μm þykk. Heildarþykkt tæringarvarnar um 265-365 μm .

8.4.3. gr .Ál í burðarvirki

Burðarvirkishönnuður skal skilgreina gerð og eiginleika áls í burðarvirki á uppdráttum. Val á gerð áls skal m.a. taka mið af gerð burðarvirkis og umhverfisaðstæðum þess .

8.4.4. gr .Notkun áls þar sem hætta er á tæringu

Ál sem nota á í byggingar utanhúss skal vera seltuþolið. Við hönnun skal taka tillit til þess að hætta er á tæringu áls þegar það er í snertingu við steypu eða eðlari málma og raki eða bleyta er til staðar .

8.5. KAFLI. Timbur og gler

8.5.1. gr .Timbur

Timbur sem nota á í burðarvirki skal vera styrkleikaflokkað skv. ÍST INSTA 142 Norrænar reglur um styrkleikaflokkun timburs. Þegar timbur er notað við aðstæður þar sem búast má við að rakastig þess verði langtímum saman um eða yfir 20% skal það ávallt vera þolið gegn fúasveppum, svo sem kjarnviður furu eða grenis, eða gagnvarið skv. ÍST EN 15228 í viðeigandi gagnvarnarflokki skv. kerfi Norrænna timburverndarráðsins, sbr. Rb-blöð nr. Rb.Hi.302 og Rb.Hi.303. „Verndun viðar gegn fúa“. Gera skal sérstaklega grein fyrir tæringarvörn festinga .
Límtré sem notað er í burðarvirki skal uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 14080 .

8.5.2. gr .Gler

Við val á glergerðum í mannvirki skal fylgja eftirfarandi Rb-blöðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eins og við á hverju sinni. Um er að ræða Rb-blað (31). 121.1 „Val glergerða fyrir íbúðarhúsnæði“, Rb-blað (31). 121.2 „Val glergerða fyrir skólahúsnæði“ og Rb-blað (31). 121.3 „Val glergerða fyrir byggingar sem almenningur á aðgang að“ .
Við ákvörðun á þykkt [...]1) glers í byggingum skal hafa hliðsjón af staðlinum NS 3510 „Sikkerhetsglass i bygg – Krav til klasser i ulike bruksområder“ og nota viðeigandi álagsgildi .
Þar sem gler er notað sem sjálfstæður eða berandi byggingarhluti skal hönnuður gera sérstaklega grein fyrir styrk og öryggi byggingarhlutans. Glervirki, bæði gler og festingar, skulu þannig útfærð og hönnuð að fullnægjandi öryggi náist gegn hættu á meiðslum fólks og dýra eða skemmdum á búnaði við brot .
Festingar glers skulu vandlega útfærðar svo ekki sé hætta á að glerið falli úr festingum sínum við svignun undan álagi, að glerið komist í beina snertingu við málm eða annað gler eða lengdarbreytingar vegna ólíkra hitaþanstuðla glers, málms og/eða steypu geti skaðað glerið .
[Klemmifestingar með gúmmífóðringum eða sambærilegu má aðeins nota með hertu öryggisgleri og tryggja skal að glerið geti ekki runnið til og losnað úr festingum sínum við að þrýstingur milli fóðringa og glers minnkar með tímanum, t.d. með boltum. [Séu festingar af þessum toga notaðar þar sem er fallhætta má aðeins nota hert samlímt gler.]1)2) 1) Rgl. nr. 280/2014, 27. gr .2) Rgl. nr. 360/2016, 19. gr . [

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.